Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Elíza síðust í röðinni
Unnur var glæsileg á sviðinu í Hörpunni.
Þriðjudagur 29. janúar 2013 kl. 10:38

Elíza síðust í röðinni

Úrslit Söngvakeppninnar á laugardag

Lag Elízu Newman, Ég syng! fer síðast á svið á úrslitakvöldi Söngvakeppni RÚV næstkomandi laugardalskvöld. Lagið komst upp úr undankeppni sem haldin var síðustu helgi ásamt sex öðrum lögum. Hin unga og efnilega Unnur Eggertsdóttir syngur lagið.

Samanlögð atkvæði úr símakosningu og mat dómnefndar mun skera úr um efstu tvö sætin á úrslitakvöldinu. Þá verða þau tvö lög flutt aftur og svo kosið aftur þeirra á milli. Símakosningin ræður úrslitum um hvort lagið verður framlag Íslands til Eurovision í Svíþjóð í maí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Söngvakeppnin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV, en einnig verður hægt að hlusta á hana á Rás 2 eða horfa á vefnum ruv.is. 

Hér að neðan má sjá lagið flutt í Hörpunni síðastliðinn laugardag.