Elíza Newman skrifar undir saming hjá Wixen Music
Tónlistarkonan Elíza Newman skrifaði undir höfundarréttarsaming í síðustu viku við Ameríska fyrirtækið Wixen Music. Wixen Music var stofnað fyrir um 30 árum síðan og er sjálfstætt höfundarréttar fyrirtæki sem býður listamönnum sínum mikið smastarf og góða stjórn á sínum höfundarrétti.
Tónlistarmenn á borð við Neil Young, The Black Keys, Audioslave, Rage against the Machine,Weezer og Tom Petty eru á meðal listamanna sem Wixen Music eru með á sínum bókum. Munu Wixen einbeitta sér að því að koma tónlist Elízu á framfæri í ýmsum miðlum og má þar nefna að lagið "I Wonder" af síðustu sóló plötu hennar , mun hljóma í Ástraska sjónvarpsþættinum "Winners and Losers" bráðlega. Winners and Losers er vinsæll leikinn sjónvarpsþáttur sem fjallar um fjórar vinkonur sem vinna saman í Lottó stóran vinning og líf þeirra eftir þær breytingar. Þátturinn er sýndur um víða veröld, m.a í Bretlandi, Frakklandi, Finnlandi og Suður Afríku.
Elíza er um þessar mundir að klára upptökur af þriðju sóló plötu sinni sem mun koma út á Íslandi í haust. Verður platan gerð í tveimur útgáfum þ.e ein á Íslensku fyrir Íslands markað og önnur á ensku fyrir erlendan markað.
Fyrsta lag plötunar Stjörnuryk er komið í góða spilun á Íslandi og hefur verið á vinsældarlista Rásar 2 í 6 vikur.
Elíza er bæði þekkt sem söngkona Kolrössu Krókríðandi og Bellatrix en einnig sem sóló listamaður á Íslandi jafnt sem erlendis. Síðasta plata Elízu, Pie in the sky naut vinsælda og átti þó nokkur vinsæl útvarpslög eins og Ukulele song for you og Hopeless case , einnig hlaut lag hennar um Eyjafjallajökul heimsathygli árið 2010.