Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Elíza Newman gefur út Maybe Someday
Mánudagur 28. febrúar 2022 kl. 10:05

Elíza Newman gefur út Maybe Someday

Nýtt lag með Elízu Newman kallast Maybe someday kemur út í dag, 28. febrúar, (Bolludaginn!) og er önnur smáskífan af komandi fimmtu breiðskífu hennar sem kemur út á vormánuðum 2022.

Lagið er kæruleysislegt trall sungið á íslensku og ensku með fiðlu og blístri og boðar vor og betri tíma :) Það fjallar um sveimhuga sem fer sínar eigin leiðir en ratar samt alltaf aftur heim.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á umslaginu er mynd af Mjálmari Randalín.

Upptöku stjórnaði Gísli Kjaran Kristjánsson og syngur Elíza og spilar á gítar, fiðlu, ukulele, rafmagnsgítar og bassa. Gísli trommar og spilar á hljómborð.

Um Elízu Newman:

Tónlistarkonan Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með hljómsveit sinni Kolrössu Krókríðandi er þær sigruðu Músiktilraunir með látum hér um árið. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan og er fjölhæfur listamaður bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Elíza hefur farið víða í tónlistarsköpun sinni, og samið allt frá pönki til óperu til eurovision-laga með smá stoppi á Eyjafjallajökli og nú síðast Fagradalsfjalli! Hún starfaði erlendis lengi og hefur gefið út fimm plötur með Kolrössu/Bellatrix, eina með hljómsveitinni Skandinavia og fjórar sóló plötur til þessa sem allar hafa hlotið lof gagnrýnenda bæði heima og erlendis og hlaut síðasta breiðskífa Elízu, Straumshvörf m.a tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins og lag ársins.

Maybe Someday á Spotify