Elíza – Útgáfutónleikar á Organ
Miðvikudaginn 26. september nk. mun Elíza Geirsdóttir Newman halda útgáfutónleika á tónleikastaðnum Organ til að fagna fyrstu sóló breiðskífu sinni Empire Fall .
Elíza er þekkt í íslensku tónlistarlífi sem söngkona hljómsveitanna Kolrössu krókríðandi/ Bellatrix og Skandinavíu, en hún hefur verið búsett erlendis og starfað við tónlist um nokkurt skeið. Verða þetta fyrstu tónleikar Elízu á Íslandi í rúm þrjú ár .
Með Elízu, sem syngur og spilar á fiðlu, kemur fram ný hljómsveit hennar . Hana skipa: Guðmundur Pétursson gítarleikari, Birgir Baldursson, trommuleikari , Jakob Smári Magnússon, bassaleikari og Arndís Hreiðarsdóttir, sem leikur á píanó og klukkuspil.
Hin stórefnilega hljómsveit Mammút hitar upp og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl. 21.00. Verð aðgöngumiða er aðeins 1.000 kr .
www.myspace.com/elizanewman
www.myspace.com/lavalandrecords
.