Elisabet Dröfn Sýnir í Saltfisksetrinu
Elísabet Dröfn Ástvaldsdóttir opnaði um helgina málverkasýningu í Listsýningarsal Saltfiskseturs íslands. Um 50 gestir voru við opnunina og nutu verka og veitinga.
Elísabet Dröfn lauk námi frá Hand og Myndlistaskóla Íslands 1999 síðan hefur hún tekið þátt í ýmsum myndlistarnámskeiðum og haldið 6 einkasýningar. Síðastliðin 3 ár hefur hún starfað í Baðstofunni sem hefur aðsetur í Svarta pakkhúsinu í Reykjanesbæ.
Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11-18




