Elísa með nýtt lag
Elíza Newman hefur gefið út nýtt lag en það er hennar fyrsta í þrjú ár. Elíza er á fullu að klára nýja plötu um þessar mundir sem verður hennar fimmta sóló breiðskífa á ferlinum, segir í tilkynningu frá tónlistarkonunni í Höfnum.
Lagið er frískandi vonar og sumarlag sem ætti að koma örgustu fílupúkum í einhverskonar stuð!
Vaknaðu er samið af Elízu en upptökustjórn sá Gísli Kjaran Kristjánsson um í Stererohóli í Höfnum Reykjanesi.
Tónlistarkonan Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með hljómsveit sinni Kolrössu Krókríðandi er þær sigruðu Músiktilraunir með látum hér um árið. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan og er fjölhæfur listamaður bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Elíza hefur farið víða í tónlistarsköpun sinni, og samið allt frá pönki til óperu til eurovision-laga með smá stoppi á Eyjafjallajökli! Hún starfaði erlendis lengi og hefur gefið út fimm plötur með Kolrössu/Bellatrix, eina með hljómsveitinni Skandinavia og fjórar sóló plötur til þessa sem allar hafa hlotið lof gagnrýnenda bæði heima og erlendis og hlaut síðasta breiðskífa Elízu, Straumshvörf m.a tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins og lag ársins.
Til að hlusta á lagið kíktu þá hér:
Soundcloud:
Spotify: