Elín Hjaltadóttir bar sigur úr býtum í saltfiskuppskriftarkeppninni
Saltfisksetrið í Grindavík og félagið Matur-saga-menning stóðu fyrir saltfiskuppskriftarkeppni á dögunum í tilefni af menningarviku í Grindavík.
Laufey Steingrímsdóttir, næringafræðingur, Sigurvin Gunnarsson, matreiðslumeistari, og Friðrik. V. Karlsson, matreiðslumeistari völdu fimm vinningsuppskriftir.
Elín Hjaltadóttir hlaut fyrstu verðlaun fyrir réttinn Saltfiskur Íslands. Í öðru sæti varð Jóhanna María Kristinsdóttir með Saltfiskur og rabbabaraplattar. Fríða Rögnvaldsdóttir hlaut svo þriðju verðlaun með Saltfiskrétt húsbóndans.
Í fjórða og fimmta sæti urðu Halla Einarsdóttir með Saltfiskböku og Teitur Jóhannesson með Saltfiskhnakka.
Vinningsuppskriftir má nálgast hér http://grindavik.is/v/5269
--
Mynd/www.grindavik.is. – Á myndinni er dómnefndin að störfum. F.v.: Laufey, Sigurvin og Friðrik.