Elfa Gísla áritar í Eymundsson kl. 16
Elfa Gísla og hinar sögurnar er ævintýraleg og dramatísk saga leikkonunnar Elfu Gísladóttur, sem hefur ávallt þurft að standa á eigin fótum, þótt ýmsir hafi fyrst og fremst tengt hana við karlmennina í lífi hennar.
Hún var áberandi í íslensku menningarlífi áður en hún flutti alfarið til Bandaríkjanna á tíunda áratugnum. Hún lék í kvikmyndum, sjónvarpsmyndum og á sviði, skrifaði barnabækur, tróð upp á skemmtunum og var á sínum tíma ein af stofnendum Stöðvar tvö.
Tími uppgjörs og sátta er runnin upp og í bókinni lítur Elfa óhrædd til baka og dregur ekkert undan, en horfir einnig fram á veginn, vongóð og reynslunni ríkari. Bókina ritaði Anna Ólafsdottir Björnsson, en hún hefur fengist við blaðamennsku, þáttagerð og ritað bækur og texta um sagnfræðileg efni.
Bókin er prýdd fjölda litljósmynda úr safni Elfu. Margrét E. Laxness sá um kápuhönnun, umbrot var í höndum Odda ehf en Prentmet sá um prentun. Hún er harðspjalda og 255 bls.
Elfa mun árita bók sína í Eymundsson í Keflavík í dag, 11. desember kl. 16