Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Elenóra Rós í sviðsljósinu!
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 23. mars 2020 kl. 07:39

Elenóra Rós í sviðsljósinu!

Elenora Rós Georgsdóttir, bakaranemi og fagurkeri og Suðurnesjamaður árins 2018 er í sviðsljósinu í nýju kynningarátaki starfs- og tæknimenntaskóla landsins sem ber heitir „Fyrir mig“.

Hún elskar bakstur og kökuskreytingar en kjötfars og kálbögglar eru sakbitin sæla hjá henni. Uppáhalds bók Elenoru er uppskriftabókin hennar sem hún segir lykilinn á bakvið alla góða bakara. Hún var í Heiðarskóla í Keflavík og hún stefnir á framhaldsnám erlendis í einhverskonar bakaraiðn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrir mig er heitið á kynningarátaki sem allir starfs- og tæknimenntaskólar, í samstarfi við Samtök iðnaðarins, samband íslenskra sveitarfélaga og menntamálaráðuneytið, standa að. Markmiðið með átakinu er að vekja athygli á starfs- og tækninámi og þeim tækifærum sem slíkt nám býður uppá.

Meðfylgjandi er myndbandið af ungu Suðurnesjakonunni en einnig af henni í viðtali við Víkurfréttir þegar hún var valin „Maður ársins á Suðurnesjum 2017“