Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Eldskúlpúrahátíð í Grindavík
Þriðjudagur 5. nóvember 2013 kl. 13:00

Eldskúlpúrahátíð í Grindavík

Grindavík og bærinn Rovaniemi í Finnlandi eru vinabæir. Sú skemmtilega hugmynd kom upp að skapa viðburð í Grindavík sem myndi endurspegla Riverlights hátíð í Rovaniemi. Hátíðin fer fram 8. nóvember. Hugmyndin er að setja í gang námskeið fyrir 9. -10. bekk.

Á námskeiðinu verður unnið að tréskúlptúragerð fyrir hátíð sem haldin verður samtímis í vinabæjunum Rovaniemi í Lapplandi og í Grindavíkurbæ. Eldur verður borinn að skúlptúr þátttakenda sem athöfn til að fagna ljósinu sem fer minnkandi á þessum árstíma og til að minnast þess að sólin muni rísa aftur úr hyldýpi myrkursins. Námskeiðið stendur yfir dagana 4. – 8. nóvember 2013 og lýkur þá með gjörning/athöfn. Verkefni þetta er unnið í samvinnu skólans og frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

Fyrirhuguð eldskúlptúrahátíð sem vera á þann 8. nóvember og endurspegla á Riverlights hátíðina í vinabæ Grindavíkur, Rovaniemi í Finnlandi er nú í fullum undirbúningi. Námskeið í tréskúlptúragerð fyrir  9.-10. bekkinga verður í boði  og fá nemendur upplýsingar  með sér heim. Gefst þeim kostur á að sækja um þátttöku á námskeiðið en aðeins komast um 20 nemendur að og er skilafrestur umsókna á mánudagsmorgun 28. október. 

Námskeiðinu stýra listkennararnir Þóranna Dögg Björnsdóttir og Guðný Rúnarsdóttir en þeim við hlið verða kennarar skólans þær Benný Ósk Harðardóttir og Rósa Signý Baldursdóttir.
Markmið námskeiðsins eru m.a. að gaumgæfa frumefnið eldur, nota eld sem listrænan miðil,
líta inn á við og skoða gildismat og aðferðir til að temja sér bjartsýni, að vera heilbrigður og lifa grandvöru lífi.

Nánari upplýsingar gefur Rósa Signý Baldursdóttir myndmenntakennari, sími 699 8050 eða 420 1150.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024