Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eldri borgurum boðin golfkennsla
Þriðjudagur 22. júní 2010 kl. 14:45

Eldri borgurum boðin golfkennsla


Grindavíkurbær býður  eldri borgurum upp á ókeypis golfkennslu í sumar. Kennsla fer fram á púttvellinum við Víðihlíð og á golfvellinum sem búið er að setja upp á Rollutúninu svokallaða. Kennt verður fjóra fimmtudaga milli kl. 16:30 og 17:30 og er fyrsti kennsludagur á fimmtudaginn. Kennari verður Jóhann Hjaltason golfkennari á vegum Golfklúbbs Grindavíkur en hann mun kennd undirstöðuatriði íþróttarinnar.

Þátttökugjald er ekkert eins og áður segir væntanlegir þátttakendur er samt beðnir að skrá sig til að auðvelda undirbúning. Tekið er við skráningu á bæjarskrifstofunni í síma 420 1100.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024