Eldri borgurum boðið til veislu á Vitanum
Í tilefni af 20 ára afmæli veitingahússins Vitans hafa eigendur hans ákveðið að bjóða eldri borgum í Sandgerði til afmælisveislu sunnudaginn 17. febrúar n.k. kl. 15:00.Kaffiveitingar verða í boði Vitans og margt skemmtilegt gert, sungið, dansað og sagðar sögur. Meðal þeirra sem koma fram eru Ingvar Hólmgeirsson harmonikkuleikari, Kristján Þorkelsson trommuleikari, Torfi Ólafsson gítarleikari og Einar Örn Einarsson söngvari og sagnamaður.