Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eldri borgarar af höfuðborgarsvæðinu skoða jólaljós í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 5. desember 2007 kl. 13:00

Eldri borgarar af höfuðborgarsvæðinu skoða jólaljós í Reykjanesbæ

Nú á aðventunni munu um 200 eldri borgarar af höfuðborgarsvæðinu sækja Reykjanesbæ heim og skoða jólaskreytingar bæjarbúa.
Reykjanesbær, Lista- og menningarmiðstöð Duushúsa, Bátasafn Gríms Karlssonar, Félag eldri borgara í Reykjanesbæ og SBK brydduðu upp á þeirri nýbreytni í ár að bjóða eldri borgurum á höfuðborgarsvæðinu til hópferðar í Reykjanesbæ frá 10. desember.


Tilgangur ferðanna er að njóta birtu jólaljósanna í ljósabænum Reykjanesbæ í svartasta skammdeginu og vekja upp gott jólaskap en fjöldi skreytinga í bænum á vart sinn líka á landinu. Reykjanesbær hefur sl. ár staðið fyrir samkeppni um ljósahús bæjarins og veittar eru viðurkenningar í mörgum flokkum. Verðlaunahús og tilefningar eru svo merkt inn á kort sem hægt er að nálgast á vef Reykjanesbæjar, rnb.is eða á næstu bensínstöð. Tilkynnt verður um verðlaunahafa þann 12. desember n.k.


Eldri borgurum verður m.a. boðið upp á heimsókn í kertaverksmiðjuna Jöklaljós, glerblásturverkstæði Guðlaugar Brynjarsdóttur og skoðaðar eru sýningar í Duushúsum. Boðið verður upp á veitingar og meðlæti sem framreitt er af félögum eldri borgara í Reykjanesbæ.
Fararstjóri verður með í ferðunum og er sagt frá staðháttum ásamt hæfilegu léttmeti s.s. vísum og gamansögum.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024