Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mánudagur 7. maí 2001 kl. 15:00

Eldri borgara heimsóttu yngstu kynslóðina!

Eldri borgarar í Reykjanesbæ heimsóttu leikskólann Tjarnarsel í Keflavík í dag. Heimsóknin var hluti af átaki verkefnisins „Reykjanesbær á réttu róli“Leikskólar Reykjanesbæjar og eldri borgara í samstarfi við ÍTR halda fjöskylduhátíð í tilefni alþjóða fjölskyldudagsins 15. maí n.k.
Hátíðin hefst kl. 15:30 í Reykjaneshöll. Þar munu börn af leikskólum og eldri borgara taka lagið. Börnin bjóða sérstaklega foreldrum sínum, öfum og ömmum og eldri borgarar hvetja alla bæjarbúa til að mæta.
„Markmið hátíðarinnar að stórfjölskyldan eigi saman góðan dag, komi saman og blandi geði. Þeir yngstu og þeir elstu í samfélaginu hafa af miklu að miðla, gleði og einlægni æskunnar og viska og lífsreynsla þeirra eldri. Við sem stöndum að hátíðinni viljum gefa foreldrum möguleika á að njóta þess að vera með börnum, ömmum og öfum með því að koma sama og njóta fjölskyldudagsins“, segir Ólafur Grétar Gunnarsson, nýráðinn verkefnisstjóri og ráðgjafi í verkefninu ,,Reykjanesbær á réttu róli“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024