Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 29. júlí 1999 kl. 21:40

ELDHÚSGLUGGINN LAKKAÐUR!

Ögmundur Jóhannesson á Garðbraut 49 í Garði var með pensilinn á lofti þegar ljósmyndari Víkurfrétta heilsaði upp á hann um síðustu helgi. Ögmundur var að lakka eldhúsgluggann og sagði ekki veita af að hafa góða vörn á viðinn í allri þeirri vætu sem veðurguðirnir hafa látið lemja á húsinu. Ögmumdur fylgist vel með íþróttalífinu í Garði og sagðist ánægður með gengi Víðismanna. Einu íþróttirnar sem Ögmundur stundar eru hjólreiðar og oft má sjá hann á ferð á fáki sínum eftir Garðveginum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024