SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Mannlíf

Eldhuginn Sigurður Ragnar í Andrews theatre
Mynd frá Sport.is.
Miðvikudagur 30. janúar 2013 kl. 12:45

Eldhuginn Sigurður Ragnar í Andrews theatre

Sigurður R. Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennaliðsins í knattspyrnu verður með opinn fund í Andrews theatre  föstudaginn 1. febrúar kl. 11-12. Aðgangur er öllum opinn og er enginn aðgangseyrir á fyrirlesturinn.

Sigurður hefur náð einstökum árangri með kvennalandsliðið okkar, m.a. komið því í úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu. Það er einstakur árangur og er þáttur  þjálfarans í þessum glæsilega árangri verulegur. Sigurður er sálfræðingur að mennt. Hann hefur haldið fyrirlestra fyrir almenning og starfsfólk fyrirtækja um það að ná árangri, ekki einungis í íþróttum heldur í lífinu almennt, hvort sem er í starfi eða einkalífi.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Hefur verið gerður mjög góður rómur að þessum fyrirlestrum Sigurðar og er hann eftirsóttur fyrirlesari. Nú gefst Suðurnesjabúum öllum kostur á að hlýða á eldhugann Sigurð í Andrews theatre á Ásbrú. Keilir, Kadeco og SAR í samstarfi við fyrirtæki á Suðurnesjum standa að þessum fundi og bjóða öllum áhugasömum að koma.