Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mánudagur 6. janúar 2003 kl. 19:05

Eldgleypar á þrettándagleði

Þrettándagleði hófst í Reykjaneshöll klukkan 17:30 í dag þar sem körkkum var boðið upp á andlitsmálningu, en eins og allir vita eru jólin kvödd með formlegum hætti í kvöld. Að sjálfsögðu mætti Kertasníkir og kvaddi börnin, en í Reykjaneshöllinni voru einnig þau Grýla og Leppalúði. Fjölmörg skemmtiatriði voru á dagskrá og meðal annars sýndu eldgleypar listir sínar. Að dagskrá í Reykjaneshöll lokinni, klukkan 19:40 hefst skrúðganga að Iðavöllum þar sem þrettándabrennan verður. Þeir sem koma fram á Iðavöllum eru Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur, skátafélögin, álfakóngur og drottning ásamt fleira hyski s.s. púkum, grýlu og leppalúða að ógleymdum jólasveinum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024