Eldgleypar á þrettándagleði
Þrettándagleði hófst í Reykjaneshöll klukkan 17:30 í dag þar sem körkkum var boðið upp á andlitsmálningu, en eins og allir vita eru jólin kvödd með formlegum hætti í kvöld. Að sjálfsögðu mætti Kertasníkir og kvaddi börnin, en í Reykjaneshöllinni voru einnig þau Grýla og Leppalúði. Fjölmörg skemmtiatriði voru á dagskrá og meðal annars sýndu eldgleypar listir sínar. Að dagskrá í Reykjaneshöll lokinni, klukkan 19:40 hefst skrúðganga að Iðavöllum þar sem þrettándabrennan verður. Þeir sem koma fram á Iðavöllum eru Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur, skátafélögin, álfakóngur og drottning ásamt fleira hyski s.s. púkum, grýlu og leppalúða að ógleymdum jólasveinum.