Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Eldeyjarkórinn með basar og brestur í söng
Miðvikudagur 9. desember 2015 kl. 09:27

Eldeyjarkórinn með basar og brestur í söng

Starf Eldeyjar, kórs eldri borgara á Suðurnesjum, hefur verið í fullum gangi í haust. Í kórnum eru um 60 manns og kórstjóri er Arnór Vilbergsson. Kórinn æfir á hverjum þriðjudegi 2 tíma í senn og er alltaf líf og fjör á æfingum hjá okkur.
 
Kórinn tekur þátt í Ísland got Talent, og svo er verið að æfa jólalög á fullum krafti þessa dagana.
 
16. des. nk. er kórnum boðið til Vorboðanna í Mosfellsbæ en þau eiga 25 ára afmæli og munum við syngja með þeim í Guðríðarkirkju þann dag og fagna með þeim þessum merka áfanga Vorboðanna.
 
Kórinn hefur frá stofnun hans alltaf farið á elliheimilin á Suðurnesjum bæði fyrir jólin og svo á vorin, sungið fyrir vistmenn og starfsfólk. 

Við munum t.d. verða í Víðihlíð og Hlévangi 17. des. nk. kl. 14.30 í Víðihlíð og 15.30 á Hlévangi.

Kórinn syngur svo á Nesvöllum 18. des. nk. kl. 14.00.
 
Í kórstarfinu ber hæst samstarf fimm kóra eldri borgara, en samstarfið felst í  kóramótum sem haldin eru á víxl í í viðkomandi heimabyggðum kóranna, á vorin.


Árið 2012 var mótið haldið í Reykjanesbæ. Einnig hefur kórinn heimsótt aðra sambærilega kóra og sungið með þeim á tónleikum.
 
Árið 2016  verður viðburðarríkt fyrir Eldey en þá eru 25 ár síðan kórinn var stofnaður. Strax eftir áramótin byrjum við svo æfingar á nýju „prógrammi“ sem verður með léttum sveiflum og mun Eldey halda tónleika með vorinu. Einnig eru verið að huga að ýmsum uppákomum sem verða þá auglýstar þegar þar að kemur.

Kórinn hefur ákveðið að fara í utanlandsferð í tilefni 25 ára afmælis kórsins í september.
 
Í tilefni þessa hafa kórfélagar ákveðið að halda kökubasar föstudaginn 11. des. í ganginum hjá Bónus og Hagkaup, basarinn byrjar kl. 14.00 (erum með Posa) og svo syngur kórinn nokkur lög kl. 15.00.
 
Við vonumst til að sjá sem flesta til að kaupa af okkur gómsætar kökur og tertur, það verður ýmislegt á boðstólum, sjón er sögu ríkari og svo að hlusta á nokkur jólalög.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Kórfélagar í Eldey.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024