Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eldar senda fyrstu smáskífuna frá sér
Föstudagur 28. október 2011 kl. 09:22

Eldar senda fyrstu smáskífuna frá sér

Hin glænýja hljómsveit Eldar hefur nú gefið út sitt fyrsta lag. Lagið heitir Bráðum burt og er það á komandi breiðskífu sem mun koma út þann 7. Nóvember. Eldar er eins og sumir vita samstarfsverkefni Keflvíkinganna Björgvins Ívars Baldurssonar og Valdimars Guðmundssonar. Þeir hafa áður verið hvað þekktastir í sínu hvoru lagi fyrir störf sín í sveitunum Lifun og Valdimar.

Þeir byrjuðu tveir en eins og oft vill verða hlóð verkefnið utan á sig og voru þeir fljótir að næla sér í Stefán Örn Gunnlaugsson hljómborðsleikara og unnu þeir plötuna í grunninn með honum. Fleiri lögðu hönd á plóg á gerð plötunnar og voru það Sigtryggur Baldursson slagverksleikari, Örn Eldjárn gítarleikari, Védís Hervör söngkona og Fríða Dís söngkona. Texti lagsins Bráðum burt er einmitt eftir þá síðastnefndu. Þegar strákarnir eru heppnir fá þeir svo aðstoð við lifandi flutning efnisins frá téðum flokki eðalmenna.

Lagið er nú fáanlegt í verslunum www.tonlist.is og www.gogoyoko.com og einnig eru örfá ókeypis niðurhöl eftir á facebook síðu Elda www.facebook.com/eldar.is.kef.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024