Ekki hræddur við að deyja
Ómar Jóhannsson revíuhöfundur af Suðurnesjum heygir harða baráttu við krabbamein sem greindist fyrir réttu ári síðan. Ómar er vel kunnur á Suðurnesjum, bæði fyrir samstarfið við Leikfélögin í Keflavík og Garði og þau fjölmörgu störf sem hann hefur stundað. Hann á mikið af vinum og þegar þeir fréttu að hann væri að berjast við lífshættulegan sjúkdóm ákváðu þeir að styðja við bakið á honum með sínum hætti. Vinirnir vildu bægja fjárhagsáhyggjum frá Ómari svo hann gæti barist við sjúkdóminn af fullum krafti. Í kvöld verða haldnir styrktartónleikar í Stapanum – tónleikar helgaðir Ómari.
Hann liggur í sjúkrarúmi á stofugólfinu á heimili sínu í Vesturbænum. Hann er með sæng og teppi yfir sér og þegar horft er í andlit hans sést að hann á við erfið veikindi að stríða. Við hlið hans stendur tæki sem hann er tengdur við á nóttunni svo hann fái næringu. „Komstu ekki með blaðið með þér? Já það var eins gott fyrir þig,“ sagði Ómar með bros á vör um leið og hann heilsaði. Dóttir hans var hjá honum ásamt stráknum sínum, Ómari Inga sem er afabarnið hans Ómars. Frísklegur strákur með sannkallaðar bollukinnar. Við hliðina á sjúkrarúminu er fuglabúr þar sem páfagaukarnir Emil og Jósteinn búa – svona sjóræningjapáfagaukar sem tala.
Ómar hefur síðustu mánuði barist við krabbameinið og hafa aðstandendur og vinir aðstoðað í þeirri baráttu af mesta megni. Kona hans, Guðný Rannveig hefur staðið þétt við hlið Ómars og glaðværð hennar smitar út frá sér. Tilfinningarnar sem berjast um í Ómari þekkja þeir einir sem hafa barist við lífshættulega sjúkdóma. Ómar, sem er 52 ára gamall vill með þessu viðtali í Víkurfréttum koma hreint fram við alla þá sem styðja hann í þessari baráttu. Og hann gerir það af sannkölluðu æðruleysi.
Haustið 2002 var Ómar farinn að léttast óhóflega mikið en fann ekki mikið til. Hann gat lítið borðað og hélt engu niðri. „Ég fór til heimilislæknisins sem pantaði magaspeglun fyrir mig. Niðurstaða speglunarinnar sýndi að ég var með rosalegar bólgur í maganum. Sýni var tekið og viku síðar kom í ljós að maginn var fljótandi í krabbameini, en það var ekkert æxli. Þetta hafði verið lengi að gerjast í maganum á mér,“ segir Ómar.
Maginn fjarlægður
Fyrir rúmi ári síðan, þann 16. janúar í fyrra, var Ómar skorinn upp og maginn fjarlægður eins og hann lagði sig. Eftir þá aðgerð voru læknar bjartsýnir á að komist hefði verið fyrir krabbameinið með aðgerðinni. Ómar lá í nokkra mánuði inn á spítala. „Ég átti að geta nærst með því að borða lítið og oft. Það tókst nú samt ekki og á endanum þurfti ég á næringu að halda í fljótandi formi Ég reyndi nú samt að fara að vinna, bisaði við það með misjöfnum árangri,“ segir Ómar en hann fékk næringu í æð á nóttunni og þeim mat sem hann borðaði hélt hann ekki niðri. „Ég var orðinn agalega þreyttur á þessu, bæði líkamlega og andlega.“
Mikið áfall
Í byrjun desember í fyrra var Ómar orðinn mjög máttfarinn og hafði lést óhóflega mikið. Tekin var ákvörðun um að senda Ómar í næringu á spítala svo hægt yrði að skera hann upp og athuga hvað hægt væri að gera. Í byrjun janúar á þessu ári fór Ómar á skurðarborðið. „Þegar læknarnir voru búnir að opna mig sáu þeir að krabbameinið var komið út um allt. Skurðinum var lokað og mér sagt að ekkert væri hægt að gera. Þetta var náttúrulega mikið sjokk því mér hafði verið sagt að horfurnar væru nokkuð góðar og að búið væri að komast fyrir þetta þegar maginn var tekinn,“ segir Ómar og bætir því við að hann hafi ekki viljað trúa því að krabbameinið hafi tekið sig upp aftur. „Undirmeðvitundin sendir manni samt einhver skilaboð og innst inni varð ég að trúa þessu.“
Í annað sinn með krabbamein
Ómar hefur kynnst baráttunni við krabbamein áður, en 23 ára gamall greindist hann með krabbamein í eitlum og fór þá í gegnum geisla- og lyfjameðferð. „Það eru 28 ár síðan ég fékk eitlakrabbameinið og þá var baráttan við þann sjúkdóm mun erfiðari en hún er í dag. Ég gekk náttúrulega í gegnum allt ferlið á þessum tíma og sjokkið var því kannski ekki eins mikið þegar maginn var tekinn.“
Þeir sem hafa fengið þær hræðilegu fréttir að þeir séu með krabbamein taka þeim fréttum oft með mikilli reiði. Hvernig leið Ómari þegar hann fékk þessar fréttir? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Ég tók þessu með óstjórnlegri ró, þó ég segi sjálfur frá. Auðvitað tekur þetta á mann en þetta er bara einn af þeim hlutum sem maður getur ekki breytt. Maður verður bara að trúa því að það gerist kraftaverk. Það er nú bara það sem er,“ segir Ómar og lítur á nafna sinn og brosir.
Hugsar um aðra
En var Ómar reiður þegar honum var tilkynnt að ekkert væri hægt að gera? „Reiður er kannski ekki rétta orðið. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég átti að bregðast við þessu. Það kemur yfir mann einhverskonar mók. Síðan fer maður að hugsa um þá sem eru í kringum mann, aðstandendur, vinina og þá sem manni þykir vænt um. Það er eiginlega erfiðast að fylgjast með fólkinu í kringum mig og sjá hvernig það bregst við þessum fregnum,“ segir Ómar.
Ómar hefur fengið mikið af heimsóknum frá því það kom í ljós að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur. Ómar segir að heimsóknirnar skipti miklu máli og hann þakkar fyrir að eiga mikið af vinum og kunningjum. „Ég er búinn að fá ótrúlega mikið af góðum heimsóknum og margir æskufélagar mínir hafa kíkt á mig. Sem betur fer á ég mikið af vinum og kunningjum. Ég er ofsalega þakklátur fyrir það hve margir hafa heimsótt mig og það hefur skipt mig verulegu máli,“ segir Ómar brosandi.
Orð góðrar vinkonu hughreysta
„Það er náttúrulega allt sem fer til fjandans við þessar aðstæður. Það stoppar allt og það sem maður hugsar kannski mest um er hvað maður eigi mikið eftir að gera í lífinu. Það kom góð vinkona mín í heimsókn fyrir stuttu og hún sagði við mig: Já, en Ómar minn, eigum við ekki alltaf eitthvað eftir að gera? Þetta fannst mér mjög gott hjá henni,“ segir Ómar.
Ertu sáttur við það sem þú hefur gert?
„Já og nei. Maður er náttúrulega aldrei alveg sáttur. En ég er rosa sáttur í dag. Ég hef unnið margvísleg störf í gegnum tíðina sem ég er stoltur af,“ segir Ómar og það er greinilegt að samstarfið við Leikfélag Keflavíkur stendur Ómari mjög nærri. „Ég er ofsalega stoltur af revíunum og samstarfinu við Leikfélag Keflavíkur. Þar er rosalega mikið af hæfileikaríku og skemmtilegu fólki sem ég hef unnið með. Þetta eru ofsalega góðir vinir mínir eins og sést best á því að það eru vinir mínir í leikfélaginu sem standa fyrir tónleikunum.“
Trúin hjálpar
„Ég hætti að drekka fyrir nokkrum árum og mér finnst æðruleysið hafa hjálpað mér mikið. Maður fyllist þessari innri ró og tekst á við vandamálin með æðruleysi,“ segir Ómar og fer að tala um trúna á Guð. „Trúin hefur alltaf hjálpað mér og hún gerir það núna. Hjörtur Magni prestur í Fríkirkjunni kemur í heimsókn til mín reglulega og við ræðum saman um trúna, lífið og tilveruna. Hjörtur Magni er mjög góður maður og það sakar ekki að ég þekki hann frá fornri tíð,“ segir hann.
Langar að sjá börn og barnabörn vaxa úr grasi
Þegar Ómar greindist með krabbamein fyrir 28 árum síðan var dóttir hans nýfædd. Hann segir að tilviljanirnar í lífinu geti verið skrýtnar því um svipað leyti og maginn var fjarlægður úr Ómari fékk hann þær dásamlegu fréttir að hann ætti von á afabarni. Þegar viðtalið við Ómar er tekið er Ómar Ingi, afabarnið sex mánaða gamall. Strákurinn situr rólegur á gólfinu og hjalar og afinn lítur reglulega til stráksins og fylgist vel með honum. „Mér finnst ég vera heppinn að hafa séð litla manninn, hann Ómar Inga og hefði viljað sjá hann verða stærri. Ég hefði líka viljað sjá börn og barnabörn okkar Guðnýjar verða stærri. Það væri gaman,“ segir Ómar sem svo sannarlega hefur ekki gefist upp gegn þessum hrikalega og oft banvæna sjúkdómi. „Ég reyni að vera sem jákvæðastur. Ég reyni að skrifa og punkta hjá mér hluti. Ég veit ekkert hvað ég fæ langan tíma, það geta alveg eins verið nokkrir mánuðir. Ég er frekar máttfarinn en samt rólfær þannig að ég get gengið um en þreytist mjög fljótt,“ segir Ómar og grípur í handfangið sem hangir fyrir ofan rúmið.
Ekki hræddur við að deyja
En er Ómar hræddur við það að deyja? „Nei, ég er ekki hræddur við það að deyja. Maður náttúrulega veltir því fyrir sér hvað taki við. En það kemur upp kvíði hjá mér. Sérstaklega gagnvart fólkinu mínu. Maður hugsar mikið um sína nánustu og hvernig þeim reiðir af,“ segir hann og það er svo auðséð þegar litið er í augu hans að fjölskyldan er honum allt.
„Ég trúi á kraftaverk, ég er bara þannig í eðli mínu og ég vonast eftir því. Maður gerir það náttúrulega alltaf,“ segir Ómar og reisir sig við í rúminu.
Fjármálin fara úr skorðum
Þegar erfið veikindi taka sig upp hjá fjölskyldumanni riðlast allt heimilislíf og það er margt sem fer úr skorðum. Yfirleitt eru það fjármálin sem leikur fólk verst og segir Ómar að það hafi gerst í hans tilfelli. Þegar vinir hans hjá Leikfélagi Keflavíkur fréttu af því að Ómar hefði meiri áhyggjur af fjármálum fjölskyldunnar heldur en heilsu sinni ákváðu þeir að standa fyrir styrktartónleikum sem fram fara í Stapanum í kvöld. „Vinir mínir úr Leikfélaginu komu til mín og spurðu hvort þau mættu setja upp þessa tónleika. Ég er þeim ofsalega þakklátur fyrir þetta framtak og þetta hjálpar mér að takast á við erfiðleikana á réttum sviðum. Það skiptir svo miklu að þurfa ekki að vera með áhyggjur af einhverjum hlutum sem hægt er að laga með veraldlegum aðferðum,“ segir Ómar og bætir við. „Ég mæti á tónleikana þó ég þurfi að vera í hjólastól og ég hlakka mikið til.“
Stutt í húmorinn
Þeir sem þekkja Ómar, og þeir eru margir, vita að það er aldrei langt í húmorinn hjá honum. Honum tekst alltaf með sinni einstöku snilld að sjá spaugilegu hliðarnar á heiminum. Sjálfur segist Ómar nota húmorinn til að hjálpa sér þó hann sé mikið veikur. „Svona dagsdaglega hugsa ég sem minnst um sjúkdóminn. Ég reyni að hugsa um eitthvað allt annað. Ég nota húmorinn mikið og hugsa um eitthvað skemmtilegt – reyni að lyfta mér upp,“ segir Ómar og lýsandi dæmi um hans stundum kaldhæðna húmor er þegar hann segir við blaðamann með bros á vör. „Ég er nú ekki dauður ennþá!“
Ávallt Suðurnesjamaður
Hjartað í Ómari slær á Suðurnesjum og hann ber miklar tilfinningar til Suðurnesjamanna. Þegar hann bjó á Suðurnesjum starfaði hann við ýmislegt. Meðal annars starfaði hann í Fríhöfninni, við skrifstofustörf í Garðinum, í Verslunarbankanum og sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja. Áður en veikindin tóku sig upp voru þau hjónin að huga að flutningi til Keflavíkur. „Við vorum farin að skoða fasteignaauglýsingar í Víkurfréttum. En veikindin hafa breytt þeim áformum,“ segir Ómar en það eru um 12 ár síðan hann fluttist til Reykjavíkur frá Keflavík. „Þetta átti aldrei að verða svona langur tími hér í höfuðborginni.“
Ómar fæddist á Seyðisfirði og árið 1960 fluttist hann í Garðinn þar sem faðir hans var kennari við Gerðaskóla. Hann bjó í Garðinum til 1975 þegar hann fluttist til Keflavíkur. Ómar segist líta á sig sem Suðurnesjamann og ekkert annað. „Þó ég hafi flutt í KR hverfið þá held ég ekki með KR. Það skiptir mig ekki máli hvort ég komi úr Garðinum eða Keflavík. Ég er Suðurnesjamaður. Það ætti náttúrulega að vera búið að sameina þetta allt saman fyrir löngu síðan og ég held ég sé búinn að nefna þetta í hverri einustu revíu.“
Lítur á sig sem sagnamann
Ómar hefur svo sannarlega skrifað sig inn í hjörtu Suðurnesjamanna með revíunum sínum og hafa þær fengið góða dóma. Í revíunum nær Ómar fram spaugilegu hliðunum á bæjarlífinu á mjög eftirminnilegan hátt. „Það eru mjög fáir sem hafa verið að skrifa revíur eins og ég hef verið að gera. Það er alltof lítið gert af revíum og það er svo oft sem litið er niður á spaugið. Margir líta á það sem annars flokks list. Það er bara ekkert öllum gefið að koma spauginu niður á blað. Maður fer að ystu mörkum í húmornum, en spaug er ekkert fyndið þegar farið er að særa fólk. Það er bara ekkert fyndið og það geta allir gert það. Spaug á ekki að særa,“ segir Ómar og hann lítur á sig sem sagnamann. „Mér finnst rosalega gaman að heyra góðar sögur og ég legg þær á minnið. Ég lít á mig sem sagnamann frekar en skáld. Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera skáld þó ég búi til kvæði og skáldlegan texta,“ segir hann en hann hefur samið þrjár revíur fyrir Leikfélag Keflavíkur, eitt leikrit fyrir Leikfélagið í Garðinum og hann hefur ekki tölu á þeim smáþáttum og skissum sem hann hefur skrifað. Auk þess segist hann eiga efni í að minnsta kosti þrjár ljóðabækur.
Grín er dauðans alvara
Eins og áður segir er ekki langt í húmorinn hjá Ómari sem hann segist hafa í genunum og úr æskunni. „Ef ég hefði ekki húmorinn í lagi – þá væri þetta ofboðslega erfitt. Ef maður hefur ekki skapið í lagi þá held ég að það hefði svo vond áhrif á sálina. Það myndi draga úr manni ef maður legðist í eymd og volæði. Það sagði einhvern tíma góður maður: Grín er dauðans alvara og þannig lít ég á málin. Mér þykir svo margt fyndið í lífinu og þannig hafa náttúrulega revíurnar orðið til,“ segir Ómar og það er ekki hægt að segja annað en að hann fylgist vel með og sjái spaugilegu hliðarnar á málunum. „Þegar ég sá þetta umdeilda skilti sem búið er að koma fyrir við Reykjanesbrautina þá fór ég að hugsa um af hverju umhverfisstofnun fór að væla yfir skiltinu. Ég meina, þetta er auðn þarna og skiltið fríkkar bara upp á umhverfið. Til hvers er verið að væla út af þessu,“ segir hann og finnst umfjöllunin um forsetamálið svokallaða vera fyndið fyrir lífstíð eins og hann orðar það.
Og hann hefur ákveðnar skoðanir á bæjarmálunum. „Það er leiðinlegt að horfa á hvernig verið er að fara með Suðurnesin. Mér finnst hálf fyndið að sjá hvernig Akureyringarnir fá fjármagn til sín á silfurfati og hvernig þingmenn kjördæmisins bera fatið fram og þurfa lítið fyrir því að hafa. Vestfirðingarnir eru ekki hálfdrættingar á við Akureyringana. Miðað við ástandið á Suðurnesjum þá finnst mér vanta að fjármagn komi þangað. Það er lengur hægt að segja: Þið hafið herinn. Meirihluti kvótans er farinn og það er ekki lengur hægt að segja svona. Það verður að gera eitthvað róttækt. Þess er ekki langt að bíða að það koma fleiri körfuboltamenn til Keflavíkur heldur en hermenn,“ segir Ómar og bætir því við að þetta yrði fínt efni í nýja revíu.
Líknandi meðferð
Í dag hlýtur Ómar líknandi meðferð en markmiðið með henni er að honum líði eins vel og best verður á kosið. „Ég fæ næringu í æð ásamt smá deyfilyfi. Ég er ekkert kvalinn sem stendur, hvað sem síðar kann að verða. Ég bað um að fá að vera heima því hér líður mér vel. Ég reyni að borða en ég held engu niðri. Það koma hjúkrunarkonur kvölds og morgna til að tengja mig við tækið,“ segir Ómar og bendir á tæki sem stendur við hliðina á rúminu hans.
Tekur einn dag í einu
Sögurnar hans Ómars eru margar og hann er svo sannarlega mikill sagnamaður. Það væri auðvelt að gleyma sér í marga klukkutíma við að hlusta á sögurnar hans. En hann er orðinn þreyttur. „Ég tek bara einn dag í einu, en lít alltaf fram á veginn. Hef alla tíð gert það og hætti því ekki. Maður bíður bara eftir því sem verða vill. Maður veit aldrei hvaða stefnu þetta líf tekur, ég er nú búinn að kynnast því.“
Viðtal og myndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Hann liggur í sjúkrarúmi á stofugólfinu á heimili sínu í Vesturbænum. Hann er með sæng og teppi yfir sér og þegar horft er í andlit hans sést að hann á við erfið veikindi að stríða. Við hlið hans stendur tæki sem hann er tengdur við á nóttunni svo hann fái næringu. „Komstu ekki með blaðið með þér? Já það var eins gott fyrir þig,“ sagði Ómar með bros á vör um leið og hann heilsaði. Dóttir hans var hjá honum ásamt stráknum sínum, Ómari Inga sem er afabarnið hans Ómars. Frísklegur strákur með sannkallaðar bollukinnar. Við hliðina á sjúkrarúminu er fuglabúr þar sem páfagaukarnir Emil og Jósteinn búa – svona sjóræningjapáfagaukar sem tala.
Ómar hefur síðustu mánuði barist við krabbameinið og hafa aðstandendur og vinir aðstoðað í þeirri baráttu af mesta megni. Kona hans, Guðný Rannveig hefur staðið þétt við hlið Ómars og glaðværð hennar smitar út frá sér. Tilfinningarnar sem berjast um í Ómari þekkja þeir einir sem hafa barist við lífshættulega sjúkdóma. Ómar, sem er 52 ára gamall vill með þessu viðtali í Víkurfréttum koma hreint fram við alla þá sem styðja hann í þessari baráttu. Og hann gerir það af sannkölluðu æðruleysi.
Haustið 2002 var Ómar farinn að léttast óhóflega mikið en fann ekki mikið til. Hann gat lítið borðað og hélt engu niðri. „Ég fór til heimilislæknisins sem pantaði magaspeglun fyrir mig. Niðurstaða speglunarinnar sýndi að ég var með rosalegar bólgur í maganum. Sýni var tekið og viku síðar kom í ljós að maginn var fljótandi í krabbameini, en það var ekkert æxli. Þetta hafði verið lengi að gerjast í maganum á mér,“ segir Ómar.
Maginn fjarlægður
Fyrir rúmi ári síðan, þann 16. janúar í fyrra, var Ómar skorinn upp og maginn fjarlægður eins og hann lagði sig. Eftir þá aðgerð voru læknar bjartsýnir á að komist hefði verið fyrir krabbameinið með aðgerðinni. Ómar lá í nokkra mánuði inn á spítala. „Ég átti að geta nærst með því að borða lítið og oft. Það tókst nú samt ekki og á endanum þurfti ég á næringu að halda í fljótandi formi Ég reyndi nú samt að fara að vinna, bisaði við það með misjöfnum árangri,“ segir Ómar en hann fékk næringu í æð á nóttunni og þeim mat sem hann borðaði hélt hann ekki niðri. „Ég var orðinn agalega þreyttur á þessu, bæði líkamlega og andlega.“
Mikið áfall
Í byrjun desember í fyrra var Ómar orðinn mjög máttfarinn og hafði lést óhóflega mikið. Tekin var ákvörðun um að senda Ómar í næringu á spítala svo hægt yrði að skera hann upp og athuga hvað hægt væri að gera. Í byrjun janúar á þessu ári fór Ómar á skurðarborðið. „Þegar læknarnir voru búnir að opna mig sáu þeir að krabbameinið var komið út um allt. Skurðinum var lokað og mér sagt að ekkert væri hægt að gera. Þetta var náttúrulega mikið sjokk því mér hafði verið sagt að horfurnar væru nokkuð góðar og að búið væri að komast fyrir þetta þegar maginn var tekinn,“ segir Ómar og bætir því við að hann hafi ekki viljað trúa því að krabbameinið hafi tekið sig upp aftur. „Undirmeðvitundin sendir manni samt einhver skilaboð og innst inni varð ég að trúa þessu.“
Í annað sinn með krabbamein
Ómar hefur kynnst baráttunni við krabbamein áður, en 23 ára gamall greindist hann með krabbamein í eitlum og fór þá í gegnum geisla- og lyfjameðferð. „Það eru 28 ár síðan ég fékk eitlakrabbameinið og þá var baráttan við þann sjúkdóm mun erfiðari en hún er í dag. Ég gekk náttúrulega í gegnum allt ferlið á þessum tíma og sjokkið var því kannski ekki eins mikið þegar maginn var tekinn.“
Þeir sem hafa fengið þær hræðilegu fréttir að þeir séu með krabbamein taka þeim fréttum oft með mikilli reiði. Hvernig leið Ómari þegar hann fékk þessar fréttir? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Ég tók þessu með óstjórnlegri ró, þó ég segi sjálfur frá. Auðvitað tekur þetta á mann en þetta er bara einn af þeim hlutum sem maður getur ekki breytt. Maður verður bara að trúa því að það gerist kraftaverk. Það er nú bara það sem er,“ segir Ómar og lítur á nafna sinn og brosir.
Hugsar um aðra
En var Ómar reiður þegar honum var tilkynnt að ekkert væri hægt að gera? „Reiður er kannski ekki rétta orðið. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég átti að bregðast við þessu. Það kemur yfir mann einhverskonar mók. Síðan fer maður að hugsa um þá sem eru í kringum mann, aðstandendur, vinina og þá sem manni þykir vænt um. Það er eiginlega erfiðast að fylgjast með fólkinu í kringum mig og sjá hvernig það bregst við þessum fregnum,“ segir Ómar.
Ómar hefur fengið mikið af heimsóknum frá því það kom í ljós að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur. Ómar segir að heimsóknirnar skipti miklu máli og hann þakkar fyrir að eiga mikið af vinum og kunningjum. „Ég er búinn að fá ótrúlega mikið af góðum heimsóknum og margir æskufélagar mínir hafa kíkt á mig. Sem betur fer á ég mikið af vinum og kunningjum. Ég er ofsalega þakklátur fyrir það hve margir hafa heimsótt mig og það hefur skipt mig verulegu máli,“ segir Ómar brosandi.
Orð góðrar vinkonu hughreysta
„Það er náttúrulega allt sem fer til fjandans við þessar aðstæður. Það stoppar allt og það sem maður hugsar kannski mest um er hvað maður eigi mikið eftir að gera í lífinu. Það kom góð vinkona mín í heimsókn fyrir stuttu og hún sagði við mig: Já, en Ómar minn, eigum við ekki alltaf eitthvað eftir að gera? Þetta fannst mér mjög gott hjá henni,“ segir Ómar.
Ertu sáttur við það sem þú hefur gert?
„Já og nei. Maður er náttúrulega aldrei alveg sáttur. En ég er rosa sáttur í dag. Ég hef unnið margvísleg störf í gegnum tíðina sem ég er stoltur af,“ segir Ómar og það er greinilegt að samstarfið við Leikfélag Keflavíkur stendur Ómari mjög nærri. „Ég er ofsalega stoltur af revíunum og samstarfinu við Leikfélag Keflavíkur. Þar er rosalega mikið af hæfileikaríku og skemmtilegu fólki sem ég hef unnið með. Þetta eru ofsalega góðir vinir mínir eins og sést best á því að það eru vinir mínir í leikfélaginu sem standa fyrir tónleikunum.“
Trúin hjálpar
„Ég hætti að drekka fyrir nokkrum árum og mér finnst æðruleysið hafa hjálpað mér mikið. Maður fyllist þessari innri ró og tekst á við vandamálin með æðruleysi,“ segir Ómar og fer að tala um trúna á Guð. „Trúin hefur alltaf hjálpað mér og hún gerir það núna. Hjörtur Magni prestur í Fríkirkjunni kemur í heimsókn til mín reglulega og við ræðum saman um trúna, lífið og tilveruna. Hjörtur Magni er mjög góður maður og það sakar ekki að ég þekki hann frá fornri tíð,“ segir hann.
Langar að sjá börn og barnabörn vaxa úr grasi
Þegar Ómar greindist með krabbamein fyrir 28 árum síðan var dóttir hans nýfædd. Hann segir að tilviljanirnar í lífinu geti verið skrýtnar því um svipað leyti og maginn var fjarlægður úr Ómari fékk hann þær dásamlegu fréttir að hann ætti von á afabarni. Þegar viðtalið við Ómar er tekið er Ómar Ingi, afabarnið sex mánaða gamall. Strákurinn situr rólegur á gólfinu og hjalar og afinn lítur reglulega til stráksins og fylgist vel með honum. „Mér finnst ég vera heppinn að hafa séð litla manninn, hann Ómar Inga og hefði viljað sjá hann verða stærri. Ég hefði líka viljað sjá börn og barnabörn okkar Guðnýjar verða stærri. Það væri gaman,“ segir Ómar sem svo sannarlega hefur ekki gefist upp gegn þessum hrikalega og oft banvæna sjúkdómi. „Ég reyni að vera sem jákvæðastur. Ég reyni að skrifa og punkta hjá mér hluti. Ég veit ekkert hvað ég fæ langan tíma, það geta alveg eins verið nokkrir mánuðir. Ég er frekar máttfarinn en samt rólfær þannig að ég get gengið um en þreytist mjög fljótt,“ segir Ómar og grípur í handfangið sem hangir fyrir ofan rúmið.
Ekki hræddur við að deyja
En er Ómar hræddur við það að deyja? „Nei, ég er ekki hræddur við það að deyja. Maður náttúrulega veltir því fyrir sér hvað taki við. En það kemur upp kvíði hjá mér. Sérstaklega gagnvart fólkinu mínu. Maður hugsar mikið um sína nánustu og hvernig þeim reiðir af,“ segir hann og það er svo auðséð þegar litið er í augu hans að fjölskyldan er honum allt.
„Ég trúi á kraftaverk, ég er bara þannig í eðli mínu og ég vonast eftir því. Maður gerir það náttúrulega alltaf,“ segir Ómar og reisir sig við í rúminu.
Fjármálin fara úr skorðum
Þegar erfið veikindi taka sig upp hjá fjölskyldumanni riðlast allt heimilislíf og það er margt sem fer úr skorðum. Yfirleitt eru það fjármálin sem leikur fólk verst og segir Ómar að það hafi gerst í hans tilfelli. Þegar vinir hans hjá Leikfélagi Keflavíkur fréttu af því að Ómar hefði meiri áhyggjur af fjármálum fjölskyldunnar heldur en heilsu sinni ákváðu þeir að standa fyrir styrktartónleikum sem fram fara í Stapanum í kvöld. „Vinir mínir úr Leikfélaginu komu til mín og spurðu hvort þau mættu setja upp þessa tónleika. Ég er þeim ofsalega þakklátur fyrir þetta framtak og þetta hjálpar mér að takast á við erfiðleikana á réttum sviðum. Það skiptir svo miklu að þurfa ekki að vera með áhyggjur af einhverjum hlutum sem hægt er að laga með veraldlegum aðferðum,“ segir Ómar og bætir við. „Ég mæti á tónleikana þó ég þurfi að vera í hjólastól og ég hlakka mikið til.“
Stutt í húmorinn
Þeir sem þekkja Ómar, og þeir eru margir, vita að það er aldrei langt í húmorinn hjá honum. Honum tekst alltaf með sinni einstöku snilld að sjá spaugilegu hliðarnar á heiminum. Sjálfur segist Ómar nota húmorinn til að hjálpa sér þó hann sé mikið veikur. „Svona dagsdaglega hugsa ég sem minnst um sjúkdóminn. Ég reyni að hugsa um eitthvað allt annað. Ég nota húmorinn mikið og hugsa um eitthvað skemmtilegt – reyni að lyfta mér upp,“ segir Ómar og lýsandi dæmi um hans stundum kaldhæðna húmor er þegar hann segir við blaðamann með bros á vör. „Ég er nú ekki dauður ennþá!“
Ávallt Suðurnesjamaður
Hjartað í Ómari slær á Suðurnesjum og hann ber miklar tilfinningar til Suðurnesjamanna. Þegar hann bjó á Suðurnesjum starfaði hann við ýmislegt. Meðal annars starfaði hann í Fríhöfninni, við skrifstofustörf í Garðinum, í Verslunarbankanum og sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja. Áður en veikindin tóku sig upp voru þau hjónin að huga að flutningi til Keflavíkur. „Við vorum farin að skoða fasteignaauglýsingar í Víkurfréttum. En veikindin hafa breytt þeim áformum,“ segir Ómar en það eru um 12 ár síðan hann fluttist til Reykjavíkur frá Keflavík. „Þetta átti aldrei að verða svona langur tími hér í höfuðborginni.“
Ómar fæddist á Seyðisfirði og árið 1960 fluttist hann í Garðinn þar sem faðir hans var kennari við Gerðaskóla. Hann bjó í Garðinum til 1975 þegar hann fluttist til Keflavíkur. Ómar segist líta á sig sem Suðurnesjamann og ekkert annað. „Þó ég hafi flutt í KR hverfið þá held ég ekki með KR. Það skiptir mig ekki máli hvort ég komi úr Garðinum eða Keflavík. Ég er Suðurnesjamaður. Það ætti náttúrulega að vera búið að sameina þetta allt saman fyrir löngu síðan og ég held ég sé búinn að nefna þetta í hverri einustu revíu.“
Lítur á sig sem sagnamann
Ómar hefur svo sannarlega skrifað sig inn í hjörtu Suðurnesjamanna með revíunum sínum og hafa þær fengið góða dóma. Í revíunum nær Ómar fram spaugilegu hliðunum á bæjarlífinu á mjög eftirminnilegan hátt. „Það eru mjög fáir sem hafa verið að skrifa revíur eins og ég hef verið að gera. Það er alltof lítið gert af revíum og það er svo oft sem litið er niður á spaugið. Margir líta á það sem annars flokks list. Það er bara ekkert öllum gefið að koma spauginu niður á blað. Maður fer að ystu mörkum í húmornum, en spaug er ekkert fyndið þegar farið er að særa fólk. Það er bara ekkert fyndið og það geta allir gert það. Spaug á ekki að særa,“ segir Ómar og hann lítur á sig sem sagnamann. „Mér finnst rosalega gaman að heyra góðar sögur og ég legg þær á minnið. Ég lít á mig sem sagnamann frekar en skáld. Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera skáld þó ég búi til kvæði og skáldlegan texta,“ segir hann en hann hefur samið þrjár revíur fyrir Leikfélag Keflavíkur, eitt leikrit fyrir Leikfélagið í Garðinum og hann hefur ekki tölu á þeim smáþáttum og skissum sem hann hefur skrifað. Auk þess segist hann eiga efni í að minnsta kosti þrjár ljóðabækur.
Grín er dauðans alvara
Eins og áður segir er ekki langt í húmorinn hjá Ómari sem hann segist hafa í genunum og úr æskunni. „Ef ég hefði ekki húmorinn í lagi – þá væri þetta ofboðslega erfitt. Ef maður hefur ekki skapið í lagi þá held ég að það hefði svo vond áhrif á sálina. Það myndi draga úr manni ef maður legðist í eymd og volæði. Það sagði einhvern tíma góður maður: Grín er dauðans alvara og þannig lít ég á málin. Mér þykir svo margt fyndið í lífinu og þannig hafa náttúrulega revíurnar orðið til,“ segir Ómar og það er ekki hægt að segja annað en að hann fylgist vel með og sjái spaugilegu hliðarnar á málunum. „Þegar ég sá þetta umdeilda skilti sem búið er að koma fyrir við Reykjanesbrautina þá fór ég að hugsa um af hverju umhverfisstofnun fór að væla yfir skiltinu. Ég meina, þetta er auðn þarna og skiltið fríkkar bara upp á umhverfið. Til hvers er verið að væla út af þessu,“ segir hann og finnst umfjöllunin um forsetamálið svokallaða vera fyndið fyrir lífstíð eins og hann orðar það.
Og hann hefur ákveðnar skoðanir á bæjarmálunum. „Það er leiðinlegt að horfa á hvernig verið er að fara með Suðurnesin. Mér finnst hálf fyndið að sjá hvernig Akureyringarnir fá fjármagn til sín á silfurfati og hvernig þingmenn kjördæmisins bera fatið fram og þurfa lítið fyrir því að hafa. Vestfirðingarnir eru ekki hálfdrættingar á við Akureyringana. Miðað við ástandið á Suðurnesjum þá finnst mér vanta að fjármagn komi þangað. Það er lengur hægt að segja: Þið hafið herinn. Meirihluti kvótans er farinn og það er ekki lengur hægt að segja svona. Það verður að gera eitthvað róttækt. Þess er ekki langt að bíða að það koma fleiri körfuboltamenn til Keflavíkur heldur en hermenn,“ segir Ómar og bætir því við að þetta yrði fínt efni í nýja revíu.
Líknandi meðferð
Í dag hlýtur Ómar líknandi meðferð en markmiðið með henni er að honum líði eins vel og best verður á kosið. „Ég fæ næringu í æð ásamt smá deyfilyfi. Ég er ekkert kvalinn sem stendur, hvað sem síðar kann að verða. Ég bað um að fá að vera heima því hér líður mér vel. Ég reyni að borða en ég held engu niðri. Það koma hjúkrunarkonur kvölds og morgna til að tengja mig við tækið,“ segir Ómar og bendir á tæki sem stendur við hliðina á rúminu hans.
Tekur einn dag í einu
Sögurnar hans Ómars eru margar og hann er svo sannarlega mikill sagnamaður. Það væri auðvelt að gleyma sér í marga klukkutíma við að hlusta á sögurnar hans. En hann er orðinn þreyttur. „Ég tek bara einn dag í einu, en lít alltaf fram á veginn. Hef alla tíð gert það og hætti því ekki. Maður bíður bara eftir því sem verða vill. Maður veit aldrei hvaða stefnu þetta líf tekur, ég er nú búinn að kynnast því.“
Viðtal og myndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson