Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ekki herða stýrið of fast
Feðgarnir Sigurður Óli Hilmarsson og Jakob Sigurðsson.
Mánudagur 23. maí 2016 kl. 06:00

Ekki herða stýrið of fast

„Maður sér mikla þvílíka vakningu í hjólreiðum núna,“ segir Kjartan Sigurðsson hjá Reykjanes Bike reiðhjólaviðgerðum í Grindavík en fyrirtækið opnaði á dögunum reiðhjólaverkstæði. Áður hafði fyrirtækið boðið upp á hjólreiðaferðir í nágrenni Grindavíkur fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. „Við eiginlega duttum inn í þetta. Þegar við vorum að selja frá okkur notuð hjól úr ferðaþjónustunni voru þau gríðarlega eftirsótt, við seldum 13 gömul hjól á tveimur dögum,“ segir Kjartan.

Hjá Reykjanes Bike Tours er einnig verið að selja ný hjól og aðra varahluti fyrir reiðhjól og koma viðskiptavinirnir af öllum Suðurnesjum. Þá er líka hægt að skipta vel með förnum notuðum hjólum upp í ný og hefur það verið mjög vinsælt. Kjartan segir allar tegundir reiðhjóla vera vinsælar um þessar mundir. „Torfæruhjólin eru vinsæl. Við erum með „full suspension“ sem eru með fjöðrun bæði að framan og aftan. Þau eru í dýrari kantinum og kostar það ódýrasta 340.000 krónur.“ Þá virðist ekkert lát vera á vinsældum racer-hjólanna enda óhemjuvinsælt að taka þátt í reiðhjólakeppnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikilvægt að geyma hjólið inni
Kjartan segir mjög mikilvægt að fólk geymi hjólin sín inni við, eigi þau að endast vel og lengi. „Það sem fer verst með hjólin er að geyma þau úti. Við erum með seltuna hér allt um kring og vegna hennar ryðga hjól. Hún fer inn í legur og þær skemmast, sömuleiðis keðjan og annað.“

Þrífa keðjuna áður en smurt er
Mikilvægt er að smyrja hjólin reglulega og segir Kjartan mikilvægt að þrífa keðju og tannhjól áður en það er gert. „Það er líka mjög mikilvægt að passa að sprey fari ekki á diska og annað. Ef þú ert með diskabremsur og feitin fer á, þá fer að ískra í hjólinu og það fer að bremsa illa. Það er því mjög gott að breiða eitthvað yfir diskana og spreyja í þannig átt að ekki fari á þá.“ Þá segir Kjartan gott að spreyja nær fremra tannhjólinu þegar verið er að fara í gegnum keðjuna.

Laus stýri á barnahjólum
Kjartan segir algengt að foreldrar herði stýrin á hjólum barna sinna of fast og skemmi þannig leguna í stýrinu. „Það eru nokkur dæmi um það að þegar stýrin losna þá taka pabbarnir fram sexkantinn sinn og herða í botn. Þarna inni er lega og hún skemmist á endanum af þessu. Það á bara að herða lítið þarna, fólk trúir því varla hvað þetta er lítil hersla. Það á að herða flest þéttingsfast en ekki stýrið.“