Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ekkert skemmtilegt að hanga heima þessa helgi
Laugardagur 5. ágúst 2017 kl. 06:00

Ekkert skemmtilegt að hanga heima þessa helgi

-Sandra Smáradóttir

Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég ætla að fara á Þjóðhátíð.“

Ertu vanaföst um Verslunarmannahelgina eða breytirðu reglulega til?
„Ég hef aldrei farið neitt annað en til Eyja eða verið í bænum yfir Verslunarmannahelgi svo ég myndi segja að ég væri pínu vanaföst en það væri örugglega gaman að prófa eitthvað annað.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa og af hverju?
„Þjóðhátíð 2010 náði að toppa öll met en þá fórum við allur vinkonuhópurinn saman og leigðum hús en þetta var eiginlega kveðjupartíið mitt því daginn eftir þjóðhátíð flutti ég til Þýskalands. Við höfum aðeins einu sinni komist allar svo þetta var mjög góð helgi og mjög eftirminnileg.“

Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?
„Bara að njóta með fólkinu mínu. Mér finnst mikilvægt að hafa eitthver plön því það er ekkert skemmtilegt að hanga heima þessa helgi.“

Hvað ertu búin að gera í sumar?
„Heilan helling, vinna, fara í sund og borða góðan mat. Ég skrapp aðeins til Spánar eina vikuna og hef svo notið íslenska sumarsins. Mér finnst Reykjavík vera besta borg í heimi á góðum sólardegi.“

Hvað er planið eftir sumarið?
„Eftir sumarið flyt ég til Mílanó í nám í innanhússarkitekt hjá IED.“