Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Ekkert ryð í rykugum rokkurum
  • Ekkert ryð í rykugum rokkurum
Mánudagur 27. mars 2017 kl. 13:39

Ekkert ryð í rykugum rokkurum

Myndir: Troðfullt hús á tónleikunum Rykið af rokkinu

Um 200 tónlistarunnendur voru mættir til þess að sjá fyrsta kvöldið í tónleikaröðinni Rykið af rokkinu, þar sem sögufrægar hljómsveitir af Suðurnesjum vöknuðu úr löngum dvala og héldu tónleika þar sem andi fortíðar sveif yfir vötnum. Um er að ræða hljómsveitir sem voru starfandi í kringum aldamótin síðustu en lífleg rokksena var þá á svæðinu. Hljómsveitirnar sem tróðu upp á þessu fyrsta kvöldi voru: Skvaldur, Ritz, Mystery Boy og Tommygun Preachers.

Menn höfðu augljóslega engu gleymt og gömlu taktarnir voru enn til staðar. Fólk á öllum aldri skemmti sér konunglega á tónleikunum sem verða líklega aftur á dagskrá með nýjum hljómsveitum á næstunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eyþór Sæmundsson blaðamaður VF tók eftirfarandi myndir á tónleikunum sem sjá má með því að smella á hlekkinn.

Ljósmyndasafn Víkurfrétta - Rykið af rokkinu