Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ekkert neikvætt - bara ýmislegt sem þarf að leysa
Anna Sigríður Jóhannesdóttir
Þriðjudagur 7. janúar 2014 kl. 09:29

Ekkert neikvætt - bara ýmislegt sem þarf að leysa

Anna Sigríður Jóhannesdóttir, sálfræðinemi, gerir upp árið 2013.

Anna Sigríður Jóhannesdóttir, sálfræðinemi, gerir upp árið 2013.

Hvað stóð upp úr í fréttum ársins 2013 á Suðurnesjum?
Gott fólk á Suðurnesjum komst inn á þing, það er jákvætt fyrir svæðið okkar.

Hvaða Suðurnesjamaður var mest áberandi að þínu mati þetta árið?
Hilmar Bragi var áberandi á árinu og margir mættu taka hann sér til fyrirmyndar að geta snúið heilsunni við á svo stuttum tíma, heilsan er svo dýrmæt.

Hvað var það jákvæðasta sem gerðist á árinu?
Keflavík hélt sér uppi í Pepsi deildinni.

En það neikvæðasta?
Það var ekkert neikvætt, bara ýmislegt sem þarf að leysa.

Hvað stóð upp úr persónulega hjá þér á þessu ári?
Er hálfnuð með BA gráðu í sálfræði og varð 40 ára á árinu, aldrei of seint að bæta við sig menntun.

Ætlar þú að strengja áramótaheit?
Já, það er þetta klassíska, borða hollari fæðu og hreyfa mig meira á nýju ári.

Hvað jákvæðu breytingar viltu sjá á Suðurnesjum á nýju ári?
Áframhaldandi metnaður í að bæta námsárangur nemenda á Suðurnesjum.

Hvaða Suðurnesjamanni hefurðu mesta trú á og hvers vegna?
Ég hef mikla trú á Erlu Guðmundsdóttur presti í Keflavíkurkirkju, hún er manneskja sem hefur svo mikið að gefa. Samfélagið okkar er heppið að hafa jafn góða manneskju og hana sem alltaf er til í að finna það jákvæða í öllu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024