Ekkert annað í stöðunni en að skella sér á Þjóðhátíð
Tanja Marín er nítján ára nýstúdent úr FS. Tanja hefur mikinn áhuga á allskyns listum og útiveru og ætlar hún að eyða sumrinu mikið úti þar sem hún er einnig að fara að vinna sem flokkstjóri hjá Reykjanesbæ í allt sumar.
Aldur og búseta? 19 ára og nýflutt í Garðinn en maður mun alltaf vera Keflvíkingur inn við beinið.
Starf eða nemi? Nýstúdent úr FS, svo er ég að fara að vinna í grunnskóla næsta haust.
Hvernig hefur sumarið verið hjá þér? Mjög skemmtilegt bara, það var geggjað að byrja sumarið á því að útskrifast þó það sé erfitt að kveðja FS, mjög mikil stemmning í kringum það allt saman.
Hvar verður þú að vinna í sumar? Ég verð í flokkstjóranum í sumar og hef haft mjög góða reynslu af því undanfarin sumur, mikil útivera sem mér finnst vera einn helsti kostur starfsins.
Hvernig á að verja sumarfríinu? Vinna, æfa, vera með vinunum og fjölskyldunni svo finnst mér mikilvægt að fara í eins mörg „roadtrip“ og ég get!
Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Já, ég ætla að reyna að ferðast eins mikið og ég get innanlands og svo fer ég til Portúgals að keppa á Dance World Cup með liðinu mínu í júlí.
Eftirlætisstaður á Íslandi? LUX var æði ... annars elska ég Akureyri.
Hvað einkennir íslenskt sumar? Brillur, góð tónlist og roadtrip eða útilega.
Áhugamál þín? Útivera, hreyfing, dans, ferðast og að vera með fólkinu mínu.
Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin? Finnst gaman að fara á nýja útiverustaði, ég elska til dæmis að labba að Glym.
Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina? Það er ekkert annað í stöðunni en að skella sér á Þjóðhátíð eftir að ég fór í fyrsta skiptið í fyrra.
Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Fanta Lemon! Helst með sykri eins og maður fær á Tene.
Hver er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Gugguvaktin með PATR!K, stemmari!
Hvað er það besta við íslenskt sumar? Ég elska gott „roadtrip“ og elta veðrið þó það sé smá erfitt þar sem góða veðrið er yfirleitt vel langt frá Kef.
En versta? Veðurspáin í ár.
Uppáhaldsgrillmatur? Nautalundin er alltaf klassík en mér finnst mikilvægt að hafa kalda hvítlaukssósu með, gæti drukkið hana með röri.
Sumardrykkurinn í ár? Ég drekk mikið af grænum Toppi og Kristal allan ársins hring en Fanta Lemon kemur manni í sumargírinn!