Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eitt töfrateppi, takk! - myndir frá frumsýningu
Þriðjudagur 5. apríl 2016 kl. 10:12

Eitt töfrateppi, takk! - myndir frá frumsýningu

Leiksýningin „Eitt töfrateppi, takk!“ var frumsýnd síðasta föstudag. Sýningin er á vegum Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Leikfélag Keflavíkur. Setið var í hverju einasta sæti og útvega þurfti fleiri sæti svo að allir sem mættu gætu séð sýninguna.
Leikstjórarnir Arnór Sindri Sölvason og Jón Bjarni Ísaksson voru hæstánægðir eftir frumsýninguna og fengu frábær viðbrögð. Mikið var um hlátrasköll leikhúsgesta enda var sýningin mjög fyndin og skemmtileg. Sagan er góð og Suðurnesjamenn geta verið mjög bjartsýnir á framtíð menningar- og listar með alla þessa frábæru leikara sem eru í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Við hvetjum alla til þess að mæta á þessa frábæru sýningu, segir í frétt frá FS.

Sýningar fara fram í Frumleikhúsinu í Keflavík, Vesturbraut 17. Miðapantanir í síma 4212540.               

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Næstu sýningar:

Þriðjudaginn 5. apríl kl. 20:00 og föstudaginn 8. apríl kl. 20:00.

Fleiri upplýsingar má finna á Facebook síðu Leikfélags Keflavíkur og NFS.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á og eftir frumsýninguna.