Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eitt ár í einu myndbandi
Skjáskot af síðu Arnars.
Miðvikudagur 30. apríl 2014 kl. 09:43

Eitt ár í einu myndbandi

Arnar Stefánsson festi líf sitt á filmu.

Arnar Stefánsson, 26 ára Reykjanesbæingur, starfar sem vefforritari. Hann ákvað að taka upp tvær sekúndur af lífi sínu í heilt ár og gerði úr því í eitt stórskemmtilegt myndband. Arnars segir á vefsíðunni sem hýsir myndbandið að hann hafi ekki átt upprunarlegu hugmyndina að þessu, en hann hafi séð TED fyrirlestur eftir Cesar Kuriyama sem heitir One second every day. „Ég breytti reglunum smá augljóslega og hafði það tvær sekúndur í stað fyrir einnar. Aðrar reglur héldu sér.“

Arnar tók til dæmis alltaf bara upp eigin upplifun á atburðum svo að sjónarhornið er alltaf hans. Hann sést því sjaldan sjálfur, nema þegar hann horfir í spegil. „Oft var ekkert um að vera, eins og gerist bara, en stundum var of mikið að gera og þá þurfti ég að velja hvað ég vildi hafa, það gat verið erfitt. Ég var tilbúinn til þess að taka upp erfiðu dagana líka, en það gerðist í rauninni ekkert sem ég gat tekið upp, fyrir utan að það var keyrt yfir kisuna okkar,“ segir Arnar á síðunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðuna, ásamt myndbandinu, má sjá hér.