Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eiríkur Árni sýnir kossa og abstrakt
Fimmtudagur 13. júlí 2006 kl. 15:19

Eiríkur Árni sýnir kossa og abstrakt

Eiríkur Árni Sigtryggson, myndlistarmaður og tónlistarkennari í Reykjanesbæ, opnaði myndlistarsýningu í Gallerí Úlfi s.l.  laugardag en sýninguna nefnir hann „Kossar og abstrakt“.

„Kossinn er daglegur tjáningarmáti og sterkt afl í tilfinningaflóru mannsins. Ég hef lengi ætlað mér að reyna mig við þetta viðkvæma myndefni og hengi nú upp hluta af þeirri baráttu“, segir Eiríkur, sem nú sýnir abstrakt myndir í fyrsta sinn.

Eríkur er fæddur í Keflavík 1943 og sýndi í fyrsta skipti árið 1957, þá 14 ára gamall, á samsýningu nokkurra keflvískra listamanna. Fyrstu einkasýninguna hélt hann á Mokka árið 1963. Hann hefur sýnt víða á suðvesturhorni landsins á síðustu áratugum, auk þess að taka þátt í samsýningum erlendis.
Eríkur fæst við tónsmíðar, kennslu og listmálun jöfnum höndum og er að sögn á leið til Frakkalands til að vinna að myndlist og tónsmíðum.

Sýningin í Gallerí Úlfi verður opin út þennan mánuð frá kl. 14-18 alla daga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024