Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eiríksjökull á mynd mánaðarins í Kjarna
Þriðjudagur 5. ágúst 2003 kl. 10:44

Eiríksjökull á mynd mánaðarins í Kjarna

Eiríksjökull, olíumálverk eftir Skúla Thóroddsen er mynd ágústmánaðar í Kjarna. Á sama tíma er sýning á verkum Skúla í Kaffitár í Bankastræti í Reykjavík. Skúli er fæddur í Reykjavík 6. ágúst 1949. Árið 1995 flutti hann til Reykjanesbæjar eftir að hafa búið um árabili í Svíþjóð og Lúxemborg.Málaraáhugi Skúla kviknaði á menntaskólaárunum. Hann stofnaði ásamt nokkrum skólafélögum í Menntaskólanum í Hamrahlíð myndlistarklúbb, þar sem komið var saman og málað. Skúli tók upp þráðinn að nýju fyrir 10 árum og er hann algjörlega sjálfmenntaður í málaralistinni. Hann málar olíumyndir, mest landslagsmyndir en einnig módelmyndir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024