Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mánudagur 3. desember 2001 kl. 10:27

Einstök upplifun

Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth hörpuleikari héldu tónleika í Ytri Njarðvíkurkirkju sl. föstudagskvöld þar sem þau kynntu nýútkominn geisladisk sinn, Ef ég sofna ekki í nótt.
Tónleikarnir voru í einu orði sagt stórkostlegir og létu tónleikagestir hrifningu sína óspart í ljós. Listamönnunum tókst svo sannarlega að snerta strengi í brjóstum allra viðstaddra með einlægum flutningi og fallegri tónlist.
Geisladiskurinn inniheldur ljúf lög úr öllum áttum, m.a. nokkur frumsamin verk eftir unga tónskáldið Hreiðar Inga Þorsteinsson. Tilvalinn til hlustunar á notalegum vetrarkvöldum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024