Einstök lífsreynsla í Líbanon
Berglind Óskarsdóttir, fegurðardrottning Suðurnesja, fór til Líbanon í desember þar sem hún tók þátt í keppninni Ungfrú Evrópa. Berglind var þar yfir jólin en sagðist ekki mikið hafa fundið fyrir því að það væru jól enda var hún á stífum æfingum mest allan tímann.„Ég var þó svolítið afbrýðisöm á aðfangadagskvöld þegar ég vissi að allir heima voru að borða jólamatinn. Það eina erfiða við ferðina var þegar ég fékk matareitrun og varð mjög veik. Þá kom heimþrá yfir mig en ég fékk meðöl og góða hvíld og var fljóta að ná mér aftur“, segir Berglind.
Berglind segir að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í þessari keppni og einstök lífsreynsla. Stúlkurnar gerðu margt saman. Þær skoðuðu t.d. marga fallega staði í Líbanon enda landið mjög fallegt. „Það sem kannski stendur upp úr af því sem við gerðum var þegar við heimsóttum munaðarleysingjaheimili. Við gáfum börnunum þar jólagjafir en þau voru búin að bíða eftir okkur í marga daga. Það tók svolítið á taugarnar að sjá öll þessi börn sem áttu engan að nema hvort annað og starfsfólkið“.
Berglind segir að gæslan á stúlkunum hafi verið mjög ströng og máttu þær ekkert fara nema í fylgd með öryggisvörðum. „Þegar við ferðuðumst í rútu voru þrír löggubílar og sjúkrabíll í för með okkur. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að eitthvað kæmi fyrir. Mér fannst þetta bara mjög jákvætt, okkur leið alveg eins og prinsessum“, segir hún og hlær.
Aðspurð að því hvort hún hafi kynnst stúlkunum eitthvað segist Berglind hafa eignast góðar vinkonur í ferðinni sem hún mun halda sambandi við áfram. „Ég kynntist æðislegum stelpum eins og ungfrú Noregi, Möltu og Austurríki. Það voru þó sumar þarna einfaldlega til að vinna og ekki mikið að sýna vinskap“.
Hún segir að keppnin hafi verið nokkuð ólík því sem hún kynntist hér heima. „Það sem mér fannst ólíkt með keppnum hérna heima og keppninni úti er að það var ekkert dómaraviðtal. Ég veit ekki hvernig þetta er í öðrum keppnum erlendis. Í kynningu á lokakvöldi var sagt að dómararnir hefðu kynnst okkur en þegar ég horfði á spóluna hafði ég aldrei séð margt af þessu fólki. Dómararnir vissu sumir ekkert hvaðan sumar stelpurnar voru og hvað í þeim býr. T.d. tveimur dögum eftir keppnina þurfti ég að mæta til veislu og þar var einn dómaranna, líbönsk kona sem spurði mig hver ég væri“.
Berglind sagðist þó hafa komið heim með heilmargt í farteskinu eftir þessa ferð. „Ég er svo sannarlega reynslunni ríkari og hefði ekki viljað sleppa þessu. Þetta var alveg einstakt tækifæri til að breikka sjóndeildarhringinn og öðlast lífsreynslu sem fáir fá að upplifa. Ég neita því ekki að það hefði samt verið gaman að komast eitthvað áfram í keppninni en ég veit að ég stóð mig vel og er sátt við mína fammistöðu“, sagði Berglind að lokum.
Berglind segir að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í þessari keppni og einstök lífsreynsla. Stúlkurnar gerðu margt saman. Þær skoðuðu t.d. marga fallega staði í Líbanon enda landið mjög fallegt. „Það sem kannski stendur upp úr af því sem við gerðum var þegar við heimsóttum munaðarleysingjaheimili. Við gáfum börnunum þar jólagjafir en þau voru búin að bíða eftir okkur í marga daga. Það tók svolítið á taugarnar að sjá öll þessi börn sem áttu engan að nema hvort annað og starfsfólkið“.
Berglind segir að gæslan á stúlkunum hafi verið mjög ströng og máttu þær ekkert fara nema í fylgd með öryggisvörðum. „Þegar við ferðuðumst í rútu voru þrír löggubílar og sjúkrabíll í för með okkur. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að eitthvað kæmi fyrir. Mér fannst þetta bara mjög jákvætt, okkur leið alveg eins og prinsessum“, segir hún og hlær.
Aðspurð að því hvort hún hafi kynnst stúlkunum eitthvað segist Berglind hafa eignast góðar vinkonur í ferðinni sem hún mun halda sambandi við áfram. „Ég kynntist æðislegum stelpum eins og ungfrú Noregi, Möltu og Austurríki. Það voru þó sumar þarna einfaldlega til að vinna og ekki mikið að sýna vinskap“.
Hún segir að keppnin hafi verið nokkuð ólík því sem hún kynntist hér heima. „Það sem mér fannst ólíkt með keppnum hérna heima og keppninni úti er að það var ekkert dómaraviðtal. Ég veit ekki hvernig þetta er í öðrum keppnum erlendis. Í kynningu á lokakvöldi var sagt að dómararnir hefðu kynnst okkur en þegar ég horfði á spóluna hafði ég aldrei séð margt af þessu fólki. Dómararnir vissu sumir ekkert hvaðan sumar stelpurnar voru og hvað í þeim býr. T.d. tveimur dögum eftir keppnina þurfti ég að mæta til veislu og þar var einn dómaranna, líbönsk kona sem spurði mig hver ég væri“.
Berglind sagðist þó hafa komið heim með heilmargt í farteskinu eftir þessa ferð. „Ég er svo sannarlega reynslunni ríkari og hefði ekki viljað sleppa þessu. Þetta var alveg einstakt tækifæri til að breikka sjóndeildarhringinn og öðlast lífsreynslu sem fáir fá að upplifa. Ég neita því ekki að það hefði samt verið gaman að komast eitthvað áfram í keppninni en ég veit að ég stóð mig vel og er sátt við mína fammistöðu“, sagði Berglind að lokum.