Einstök börn fengu 171 þúsund krónur í Reykjanesbæ
Íslandstúr Írafárs og Íslandsbanka til styrktar einstökum börnum hefur gengið fábærlega, en hann hófst í síðustu viku og í gær spilaði Írafár í Stapanum í Reykjanesbæ. Fullt hús hefur verið á öllum stöðum hingað til og er söfnunarfé komið á aðra milljón króna. Þannig söfnuðust 171 þúsund krónur í Reykjanesbæ í gær.
„Þetta hefur gengið allveg rosalega vel og okkur þykir mjög vænt um hvað fólk er duglegt að mæta og styrkja þetta góða málefni” segir Birgitta Haukdal söngkona Írafárs. ”Rútuferðin er búin að vera mjög skrautleg. Við vorum föst á Möðrudalsöræfum í nokkra klukkutíma því að bremsurnar frusu fastar og tók því ferðin til Húsavíkur 14 tíma”. Annars hefur allt gengið mjög vel og við hæstánægð með móttökurnar“.
„Þetta hefur gengið allveg rosalega vel og okkur þykir mjög vænt um hvað fólk er duglegt að mæta og styrkja þetta góða málefni” segir Birgitta Haukdal söngkona Írafárs. ”Rútuferðin er búin að vera mjög skrautleg. Við vorum föst á Möðrudalsöræfum í nokkra klukkutíma því að bremsurnar frusu fastar og tók því ferðin til Húsavíkur 14 tíma”. Annars hefur allt gengið mjög vel og við hæstánægð með móttökurnar“.