Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 2. september 1999 kl. 23:20

EINSTAKT ÁHUGAMÁL

Kristrún Pétursdóttir er kona sem hefur fundið sér einstakt áhugamál. Hún nýtir frítíma sinn í að útbúa föt fyrir verkefni á vegum Rauða Krossins sem nefnist ,,Föt sem framlag.” Hvað vakti áhuga þinn á Rauða Krossinum? ,,Það er gamall draumur hjá mér að starfa fyrir Rauða Krossinn og láta gott af mér leiða. Í byrjun maí fór ég uppí sjálfboðamiðstöð R.K.Í. Smiðjuvöllu 8, og velti fyrir mér hvað ég gæti gert. Þetta verkefni hentar mér mjög vel, þetta get ég gert heima þegar stund er aflögu. Efnið fæ ég hjá Rauða Krossinum, því oft berast þangað efnisbútar og garnafgangar sem hægt er að nýta í litlar peysur o.fl. Þetta gefur mér mikið og mér finnst tíma mínum vel varið.” Allir sem hafa áhuga á að aðstoða við þetta verkefni eða önnur á vegum R.K.Í er bent á að hafa samband við Birnu Zophaníasdóttur í sjálfboðamiðstöðinni í síma 421-5918 eða við Stefaníu á skrifstofu R.K.Í. í síma 421-4747.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024