Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eins og málverk eftir meistarana
Miðvikudagur 23. júlí 2003 kl. 22:06

Eins og málverk eftir meistarana

Sólsetrið á Garðskaga var engu líkt í gærkvöldi. Að vanda fylgdust margir með því þegar sólin settist við Snæfellsjökul og viðstaddir létu þau orð falla að himininn væri eins og málverk eftir meistarana.Á vefsíðu Gerðahrepps skrifar Sigurður Jónsson, sveitarstjóri, um sólarlagið á Garðskaga og fegrunarátak sem unnið hefur verið að í Garðinm síðustu daga og vikur með gróðursetningu trjáa og nýsteyptum gangstéttum. Þar segir Sigurður m.a.: „Segja má að allt sé gert til að vinna að því að fegra og snyrta byggðarlagið. Ég vil hveja fólk til að fá sér bíltúr í Garðinn og skoða okkar ágæta sveitarfélag. Margir hafa lagt leið sína til okkar til að skoða hið stórfenglega sólarlag sem sést hefur vel í veðurblíðunni að undanförnu. Sólarlagið við Garðskagavita er alveg stórskostlegt“. Svo mörg voru þau orð hjá sveitarstjóranum og vel hægt að taka undir þau.
Daginn er tekið að stytta svo eftir er tekið. Þannig sest sólin á Garðskaga nú um klukkustund fyrr en á sumarsólstöðum 21. júní sl. þegar hún settist fjórar mínútur yfir miðnætti handan Snæfellsnesfjallgarðsins. Nú sest sólin í sjó norðan við Jökulinn, séð frá Garðskaga.

Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024