Eins og horfa á lifandi veru sem er okkur öllum æðri
Körfubolti og kalkúnn eru fastir liðir á páskum hjá Gunnari Örlygssyni
„Við ætluðum á Eskifjörð um páskana en dagskráin breyttist vegna hertari aðgerða. Það er í góðu lagi enda er Reykjanesið heitasti staðurinn á plánetu Jörð sem stendur,“ segir Gunnar Örlygsson, atvinnurekandi á Suðurnesjum, en hann hefur verið duglegur að ganga um Reykjanesið.
– Eru fastar hefðir hjá þér um páskana?
„Kalkúnn með öllu tilheyrandi og körfubolti.“
– Páskaeggið þitt?
„Brúnt.“
– Uppáhaldsmálsháttur?
„Ekki er allt gull sem glóir.“
– Hvað verður í páskamatinn?
„Kalkúnn í forrétt, eftirrétt og aðalrétt.“
– Ertu búinn að fara á gosstöðvar og ef hvernig var upplifunin?
„Reyni að fara á hverjum degi. Að sjá landið okkar í mótun er eins og horfa á lifandi veru sem er okkur öllum æðri.“
– Hvað viltu segja nú þegar nýjustu takmarkanir voru settar vegna Covid-19?
„Öll él birtir um síðir,“ segir Gunnar Örlygsson.