Eins og æðri öfl séu að hægja á okkur og ná niður á jörðina
Eva Rut Vilhjálmsdóttir er starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar í Garði. Miklar hömlur hafa nú verið lagðar á starfsemi íþróttahúsa en þau eru nú lokuð ásamt sundlaugum í í harðara samkomubanni. Eva Rut svaraði nokkrum spurningum Víkurfrétta um það hvernig ástandið vegna COVID-19 leggst í hana.