Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Einblínir á það góða
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
þriðjudaginn 7. janúar 2020 kl. 16:08

Einblínir á það góða

Ingibjörg Ýr Smáradóttir, starfsmaður Icelandair var í áramótaviðtali hjá Sólborgu Guðbrandsdóttur, blaðamanni VF. Hér koma svö hennar:

Hvernig fagnaðir þú áramótunum?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég var heima með fjölskyldunni minni, eldaði góðan mat og njóta.“

Ertu með áramótaheiti fyrir 2020?

„Ekki beint nei, bara að halda áfram að rækta og einblína á það góða í lífinu.“

Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019?

„Ég kláraði loksins stúdentsprófið mitt, svo er alltaf best að fylgjast með syni mínum vaxa og dafna á hverjum degi.“

Hvað var það besta sem gerðist í samfélaginu 2019 að þínu mati?

„Mikil vakning í umhverfismálum.“