Einari Bárðar hent út úr Officera-klúbbnum
Athugið! Að óviðráðanlegum orsökum frestast endurfundir fyrrum Varnarliðsstarfsmanna til 14. febrúar árið 2010 en verða ekki um komandi helgi, eins og fram kemur í fréttinni hér að neðan, sem í augnablikinu er ein vinsælasta fréttin í dag á vf.is. Einari verður því ekki hent út af Officera-klúbbnum í bráð og hefur því tækifæri að ráða sér hrausta lífverði.
„Já, það er rétt. Fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins hafa hótið því að henda mér út úr húsinu þegar kemur að endurfundum Varnarliðsstarfsmanna á laugardagskvöldið. Þegar ég óskaði eftir skýringum á því var svarið að þó svo ég væri með Kanaútvarpið, þá hafi ég aldrei verið starfsmaður Varnarliðsins,“ sagir Einar Bárðarson, veitingamaður í Officera-klúbbnum í Reykjanesbæ.
Fyrrverandi starfsmenn varnarliðsins, verktakar og aðrir sem unnu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli!Ætla að hittast og rifja upp gamla góða tíma laugardaginn 31. október nk. og verður partý í Officera klúbbnum frá kl. 20:30.
Partý-ið verður að amerískum stíl og maturinn með svipuðu móti og í Officera klúbbnum í gamla daga. Partý BBQ hlaðborð „All u can eat style“. Allt þetta fyrir 2500 krónur.
Þá býðst gisting á frábæru verði fyrir þá sem þess óska. Verð kr. 6000 á mann. „Látum þetta einstaka tækifæri ekki framhjá okkur fara og sameinumst á ný í Officera klúbbnum. Makar að sjálfsögðu velkomnir“, segir í tilkynningu frá staðarhaldara í Officera-klúbbnum.
Miðasala hófst í gær á skrifstofu Kanans, að Hafnargötu 89 í Keflavík. Miðasalan er opin kl. 10-17 og síminn er 517 27 27.