Einar Örn gefur út nýtt lag
Einar Örn Konráðsson gaf út á dögunum nýtt lag og tónlistarmyndband. Lagið heitir „Rós sem dó“ og samdi Einar það einn sunnudagsmorguninn í febrúar heima hjá sér, en hann er búsettur á Ásbrú.
Einar er 38 ára og kemur frá Bolungarvík en hefur verið búsettur í Keflavík í um það bil 12 ár. Hann var trúbador í mörg ár og spilaði víða um land ásamt því að vera í hljómsveitum. Undanfarið hefur hann verið að semja tónlist en hann vinnur nú að plötu.