Einar Mikael var sagaður í sundur
Einar Mikael Töframaður hefur verið duglegur að skemmta landanum að undanförnu en um helgina hélt hann töfrasýningu í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ til styrktar Velferðarsjóðs Suðurnesja. Sýningin var ákaflega skemmtileg að sögn gesta en áhorfendur tóku virkan þátt í sýningunni. Mesta lukku vakti atriðið þegar aðstoðarkona töframannsins sagaði hann í sundur á sviðinu.
Einar er einn færasti töframaður landsins en hann er útskrifaður úr Hogwarts School of Witchcraft and Wizardy og er að taka masterinn í fjarnámi þessa stundina. Einar Mikael á fjölda sýninga að baki og hefur kennt fjölda barna töfrabrögð undanfarin ár.
Myndir [email protected]