Einar Júlíussonsöngvari tekur lagið í Karaokekeppni sveitarfélaga á Suðurnesjum í Stapa
Okkar ástsæli söngvari, Einar Júlíusson flytur til Bandaríkjanna í næstu viku. Einar mun koma fram og syngja nokkur lög föstudagskvöldið 11. febrúar í Stapa í tengslum við karaokekeppni sveitarfélaga á Suðurnesjum sem þá verður haldin. Verður þetta í síðasta sinn í bili sem aðdáendur Einars geta heyrt hann syngja hérlendis.Hvert sveitarfélag sendir þrjá fulltrúa í keppnina, þ.e. Reykjanesbær, Gerðahreppur, Grindavík, Sandgerði og Vatnsleysustrandarhreppur. Einu skilyrðin eru að söngvararnir mega ekki hafa atvinnu af söng og þeir verða að vera búsettir í viðkomandi sveitarfélagi. Glæsileg verðlaun eru í boði og er m.a. keppt um farandbikar sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum gefur. Húsið opnar kl. 21.00 og verður boðið upp á fordrykk og miðaverð er aðeins 500 krónur.Einar Júlíusson mun syngja nokkur lög áður en keppnin hefst kl. 22.00Missið ekki af síðasta tækifærinu í bili að sjá Einar Júlíusson syngja og fimmtán aðra stórsöngvara.