Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Einar búinn að missa 20 kíló
Miðvikudagur 24. september 2014 kl. 13:59

Einar búinn að missa 20 kíló

Safnar fyrir Einstök börn með átakinu

Keflvíkingurinn Einar Skaftason heldur að láta gott af sér leiða um leið og hann etur kappi við aukakílóin. Síðast þegar við greindum frá afrekum Einars þá hafði hann misst 12 kíló og lækkað talsvert í fituprósentu. Nú eru átta kíló farin til viðbótar og enn lækkar fituprósentan. Frá því að Einar hóf átakið 17. júlí hafa 20 kg horfið á braut. Fyrir hvert kíló sem Einar missir renna peningar í sjóð Einstakra barna. Á hvert kíló ætlar hann sjálfur að gefa 1000 krónur. Vinir Einars ætla einnig að leggja málefninu lið og styrkja félagið. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar. Öllum er frjálst að styrkja málefnið og hvetja Einar áfram í leiðinni.

Vinur Einars sem sér um söfnina vill endilega skora á fleiri að leggja söfnunni lið með fjárframlagi og þá sér í lagi fyrirtæki á Suðurnesjum. Upphæðin þarf alls ekki að vera stór nokkur hundruð krónur frá hverjum kæmu sér vel fyrir samtökin að hans sögn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Söfnunin á facebook

Árangurinn í tölum: