Eina von Suðurnesjanna
Aníta Ósk Georgsdóttir er sú eina af keppendum dansþáttarins Dans dans dans sem kemur frá Suðurnesjum. Hún æfir dans hjá Bryn ballet og byrjaði að æfa fyrir þremur árum síðan en hún er 16 ára í dag. Rúv.is birti stutt myndband þar sem rætt er við Anítu um undirbúning hennar fyrir laugardaginn en þá verður hún í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu í undanúrslitum keppninnar.
Sjá myndband hér.
ruv.is