Ein Suðurnesjamær eftir í Idolinu
Keflavíkurmærin Guðrún Lísa Einarsdóttir (Leifssonar) komst í kvöld í 4ra manna úrslit í Idol stjörnuleit á Stöð 2.
Grindavíkurmærin Sylvía Rún Guðnýjardóttir datt úr í 5 manna úrslitunum í kvöld. Lísa er því eina Suðurnesjamærin sem er inni í keppninni en hún er borin og barnfædd í Keflavík en flutti til Reykjavíkur þegar hún var 13 ár en flutti nýlega aftur í gamla heimabæinn. Lísa er dóttir Hrefnu Traustadóttur og Einars Leifssonar sem er látinn en Lísa tileinkaði honum lagið sem hún söng í kvöld, Skýið eftir Björgvin Halldórsson. Lísa er mágkona Einars Bárðarson, umboðsmanns Íslands sem var dómari í Idolinu í nokkur ár.Í síðustu viku datt Keflvíkingurinn Árni Þór Ármannsson út úr keppninni.