Ein með öllu og góður félagsskapur
Víkurfréttir fóru á stúfana og spurðu fólk af Suðurnesjum hvað það ætlar að gera um verslunarmannahelgina. Kamilla Rós Hjaltadóttir ætlar á útihátíðina „Eina með öllu“ á Akureyri. Hennar bestu minningar frá verslunarmannhelgum eru frá Akureyri eða eins og hún kallar það „á heimavelli.“
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Ég ætla að skella mér á „Eina með öllu“ á Akureyri og njóta mín í botn.
Hvað finnst þér mikilvægast að taka með þér inn í helgina?
Það sem mér finnst lang mikilvægast að taka með er góðan félagsskap, hlý föt, góða skapið og treo.
Hver er besta minningin þín frá verslunarmannahelgi?
Mínar allra bestu minningar frá verslunarmannahelgum eru einmitt frá Akureyri, á heimavelli með góðum vinum og fjölskyldunni með engar áhyggjur og að njóta lífsins.