Ein af bestu myndunum á heimsvísu
Emily Diná Fannarsdóttir de Sousa úr Garðinum fékk viðurkenningu frá Lionshreyfingunni fyrir bestu myndina á Íslandi í friðarveggspjaldasamkeppninni sem fram fór á síðasta ári. Myndaþemað var „Börn þekkja frið.
Myndin var síðan send í alþjóðasamkeppni á vegum alþjóðahreyfingar Lions. Þar var myndin valin í 1. sæti ásamt 22 öðrum úr hópi 350 þúsund þátttakenda. Sannarlega frábær árangur hjá Emily, ekki bara að vera með bestu myndina á Íslandi heldur einnig eina af 23 bestu í heiminum.