Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Eiginlega alltaf brosandi
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
laugardaginn 2. apríl 2022 kl. 07:52

Eiginlega alltaf brosandi

Leó Máni Quyen Nguyén er sautján ára og kemur frá Keflavík. Hann situr í ungmennaráði Reykjanesbæjar og er í markaðsnefnd nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Auk þess þjálfar hann og æfir körfubolta með Keflavík. Leó Máni er FS-ingur vikunnar.

Á hvaða braut ertu?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég er á fjölgreinabraut.

Hver er helsti kosturinn við FS?

Helsti kosturinn við FS er myndi ég segja bara þetta geggjað fólk svo auðvitað félagslífið, NFS er að slátra þessu.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Finnbogi Páll, fyrir að vera með heitasta mulletið á landinu.

Skemmtilegasta sagan úr FS:

Það er þegar við vorum í bingó á spiladeginum og vinkona mín hélt hún væri með sprunginn botnlanga.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Grétar Snær Haraldsson punktur.

Hver eru áhugamálin þín?

Ég hef gaman á körfubolta, ræktinni, spila á gítar, elda og baka.

Hvað hræðistu mest?

Að vera blankur.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Það fer oft bara eftir hvernig skapi ég er í en ég læt allt með Khalid sleppa.

Hver er þinn helsti kostur?

Ég er skipulagður, kurteis, jákvæður, eiginlega alltaf brosandi og kann að smita gleðinni.

Hver er þinn helsti galli?

Hef lítinn tíma fyrir mig sjálfan og ofhugsa hluti.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?

Snapchat og Instagram, svo nota ég YouTube eitthvað smá.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

Þegar það er heiðarlegt og jákvætt.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?

Stefnan er að verða ríkur. Nei segi svona, ætla fyrst og fremst að klára stúdentinn, svo græða peninginn og fara út í skóla.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?

Amazing.