Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eigendur garða og fasteigna verðlaunaðir í Reykjanesbæ
Mánudagur 12. september 2022 kl. 13:05

Eigendur garða og fasteigna verðlaunaðir í Reykjanesbæ

Umhverfisviðurkenningar Reykjanesbæjar 2022 voru afhentar við upphaf Ljósanætur á Bókasafni Reykjanesbæjar. Veittar voru viðurkenningar fyrir fallega einkagarða, endurbyggingu á eldra gúsi, vel heppnað viðhald á eldra húsi, umhverfislistaverk og fyrir fyrirmyndar  samfélagsverkefni.


Hafdís Garðarsdóttir og Einar Jónsson að Borgarvegi 26 í Njarðvík fengu viðurkenningu fyrir fallegan einkagarð. Þau fengu einnig verðlaun fyrir 41 ári síðan fyrir fegursta garð Njarðvíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árdís Lára Gísladóttir og Sveinn Helgason að Svölutjörn 12 í Innri-Njarðvík fengu viðurkenningu fyrir fallegan einkagarð.

Reykjanes Investment ehf að Miðtún 2 í Keflavík fékk viðurkenningu fyrir fallega endurbyggingu á eldra húsi.

Kristín Anna Sæmundsdóttir að Klapparstíg 9 í Keflavík fékk viðurkenningu fyrir vel heppnað viðhald á eldra húsi, Loftstöðum.

Art Land fékk viðurkenningu fyrir skemmtileg umhverfislistaverk í bænum.

Þorleifur Gunnlaugsson/Verktakar fékk viðurkenningu fyrir fyrirmyndar samfélagsverkefni, Römpum upp Reykjanesbæ.