EGÓ í Topp of the Rock föstudaginn langa
EGÓið er komið á fulla ferð í ballspilamennsku og ætlar að taka þátt í páskum með landsmönnum. Viðkomustaðirnir eru tveir að þessu sinni og báðir á Suð-vesturhorninu. Má búast við miklu fjöri enda er EGÓ annálað fyrir að halda uppi gríðarlegri stemmningu á böllum. Lag þeirra, Í hjarta mér situr sem fastast á toppi lagalistans og virðist ekkert ætla að velta þeim úr sessi eins og staðan er. Plata er svo væntanleg frá EGÓ á árinu og stendur vinna við upptökur og hljóðblöndun yfir þessar vikurnar og er mál manna að þetta sé ein sterkasta plata sem komið hefur út með Bubba í langan tíma, segir í tilkynningu frá EGÓ.
Á föstudaginn langa verður opnaður nýr skemmtistaður á Vellinum sem ber nafnið TOP OF THE ROCK. Það er því algerlega við hæfi að stærsta rokkssveit Íslandssögunnar EGÓ hefji starfsemina þar með dansleik. Mikil stemmning er fyrir páskaballinu á vellinum og er verið að undirbúa allan pakkann svo hægt verði að stinga í samband á föstudaginn langa. VIð lofum frábærri stemmningu í TOP OF THE ROCK á föstudaginn langa.
Forsala aðgöngumiða er hjá N1 á Ásbrú (Vallarheiði) og á midi.is. Miðaverð er 2000 kr. í forsölu en 2200 við innganginn.