„Ég rokka það sem ég vil rokka“
Keflvíkingurinn Steinunn Ósk Valsdóttir starfar sem flugfreyja hjá WOW air og bloggari á Femme.is. Hún er móðir tveggja drengja og hefur gríðarlegan áhuga á förðun, tísku og útliti. Steinunn leggur áherslu á það yfir hátíðirnar að klæðast fallegum flíkum en henni finnst þó skipta máli að vera klædd eftir veðri. „Ég rokka það sem ég vil rokka, sama hver kílóatalan er. Ég er með mjög mikið blæti fyrir kápum og pelsum sem kemur sér vel á þessum tíma.“
Á myndinni til vinstri er Steinunn klædd pelsi frá H&M, dragt og skóm frá Gallerí Keflavík.
Á myndinni til miðju klæðist hún kjól og skóm úr Gallerí Keflavík, leggings frá Afrodita og eyrnalokkum frá H&M.
Á myndinni til hægri er hún í kjól úr Moss by Kolbrún Vignis, loðkraga og skóm frá Gallerí Keflavík.
Instagram: steinunnosk
Snapchat: steinunnoskblog
Blogg: femme.is